Markaðir jafna sig eftir dýfu 15. mars 2007 10:01 Úr Kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum. Mynd/AFP Helstu fjármálamarkaðir á Vesturlöndum og í Asíu hafa að mestu jafnað sig eftir dýfu síðastliðna tvo daga. Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á mörkuðum í Bandaríkjunum í gær og í Japan í dag. Íslenski markaðurinn fór ekki varhluta af lækkanaferlinu en Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,13 prósent í gær. Nokkrir þættir skýra lækkanirnar vestanhafs í vikubyrjun sem leiddi út til alþjóðlegra markaða. Í fyrsta lagi jukust vanskil á fasteignalánamarkaði umtalsvert auk þess sem samdráttur var í smásöluverslun á sama tíma. Vanskilin voru mest á þeim lánamarkaði sem veitir þeim einstaklingum í Bandaríkjunum lán sem eiga sér slæma greiðslusögu og hafa lent á svörtum lista hjá lánastofnunum. Nikkei-vísitalan í Japan hækkaði um 1,1 prósent við lokun markaða í gær. Þetta er talsverður viðsnúngur frá gærdeginum en þá féll hún um tæp þrjú prósent. FTSE 100-vísitalan í Bretlandi hefur það sem af er dags hækkað um 1,37 prósent. CAC 40-vísitalan í Frakklandi hefur hækkað um 1,5 prósent en DAX-vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um 1,7 prósent. Vísitölurnar lækkuðu talsvert í gær eða um tæp tvö prósent. Greinendur eru á einu máli að markaðirnir séu viðkvæmir fyrir minnstu hreyfing. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,80 prósentustig í Kauphöll Íslands það sem af er dags og stendur vísitalan nú í 7.389 stigum. Gengi hlutabréfa í flestum fyrirtækjum í Úrvalsvísitölunni hefur hækkað í dag að Actavis undanskildu. Mest hefur gengi bréfa hækkað í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, eða um 2,15 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Helstu fjármálamarkaðir á Vesturlöndum og í Asíu hafa að mestu jafnað sig eftir dýfu síðastliðna tvo daga. Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á mörkuðum í Bandaríkjunum í gær og í Japan í dag. Íslenski markaðurinn fór ekki varhluta af lækkanaferlinu en Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,13 prósent í gær. Nokkrir þættir skýra lækkanirnar vestanhafs í vikubyrjun sem leiddi út til alþjóðlegra markaða. Í fyrsta lagi jukust vanskil á fasteignalánamarkaði umtalsvert auk þess sem samdráttur var í smásöluverslun á sama tíma. Vanskilin voru mest á þeim lánamarkaði sem veitir þeim einstaklingum í Bandaríkjunum lán sem eiga sér slæma greiðslusögu og hafa lent á svörtum lista hjá lánastofnunum. Nikkei-vísitalan í Japan hækkaði um 1,1 prósent við lokun markaða í gær. Þetta er talsverður viðsnúngur frá gærdeginum en þá féll hún um tæp þrjú prósent. FTSE 100-vísitalan í Bretlandi hefur það sem af er dags hækkað um 1,37 prósent. CAC 40-vísitalan í Frakklandi hefur hækkað um 1,5 prósent en DAX-vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um 1,7 prósent. Vísitölurnar lækkuðu talsvert í gær eða um tæp tvö prósent. Greinendur eru á einu máli að markaðirnir séu viðkvæmir fyrir minnstu hreyfing. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,80 prósentustig í Kauphöll Íslands það sem af er dags og stendur vísitalan nú í 7.389 stigum. Gengi hlutabréfa í flestum fyrirtækjum í Úrvalsvísitölunni hefur hækkað í dag að Actavis undanskildu. Mest hefur gengi bréfa hækkað í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, eða um 2,15 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira