Orðrómur um yfirtöku á Barclays 13. apríl 2007 11:36 Eitt útibúa ABN Amro, stærsta banka Hollands. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í breska bankanum Barclays hafa hækkað nokkuð á markaði í dag eftir að orðrómur barst þess efnis að bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan Chase hafi í hyggju að gera yfirtökutilboð í hann. Barclays vinnur að yfirtöku á hollenska bankanum ABN Amro. Bitinn er hins vegar sagður stór fyrir breska bankann. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal segir að ABN Amro hafi fengið bandaríska bankann Goldman Sachs til ráðgjafar um söluferlið. Verði af samruna við Barlays er gert ráð fyrir að til verði einn stærsti banki Evrópu með markaðsverðmæti upp á um 80 milljarða dali, jafnvirði rúmra 5.200 milljarða íslenskra króna. En margir eru um hituna því Royal Bank of Scotland er sömuleiðis sagður hafa fengið Goldman Sachs til ráðgjafar um kaup á ABN Amro eða einstökum hlutum bankans. Fréttastofa Reuters bendir hins vegar á það í dag, að vel geti verið að Barclays hætti við yfirtöku á hollenska bankanum þar sem verðmiðinn sé of hár. Standi gengi ABN Amro í 45 dölum á hlut og megi gera ráð fyrir því að það hækki eftir því sem á líði. Hafi Barclays ekki burði til að fara öllu ofar en í núverandi gengi á hollenska bankanum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Gengi hlutabréfa í breska bankanum Barclays hafa hækkað nokkuð á markaði í dag eftir að orðrómur barst þess efnis að bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan Chase hafi í hyggju að gera yfirtökutilboð í hann. Barclays vinnur að yfirtöku á hollenska bankanum ABN Amro. Bitinn er hins vegar sagður stór fyrir breska bankann. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal segir að ABN Amro hafi fengið bandaríska bankann Goldman Sachs til ráðgjafar um söluferlið. Verði af samruna við Barlays er gert ráð fyrir að til verði einn stærsti banki Evrópu með markaðsverðmæti upp á um 80 milljarða dali, jafnvirði rúmra 5.200 milljarða íslenskra króna. En margir eru um hituna því Royal Bank of Scotland er sömuleiðis sagður hafa fengið Goldman Sachs til ráðgjafar um kaup á ABN Amro eða einstökum hlutum bankans. Fréttastofa Reuters bendir hins vegar á það í dag, að vel geti verið að Barclays hætti við yfirtöku á hollenska bankanum þar sem verðmiðinn sé of hár. Standi gengi ABN Amro í 45 dölum á hlut og megi gera ráð fyrir því að það hækki eftir því sem á líði. Hafi Barclays ekki burði til að fara öllu ofar en í núverandi gengi á hollenska bankanum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira