Smásöluverslun jókst um 0,7 prósent í Bandaríkjunum 16. apríl 2007 19:47 Viðskiptavinur kemur úr einni af verslunum Wal-Mart í Bandaríkjunum. Mynd/AFP Smásöluverslun jókst um 0,7 prósent á milli mánaða í mars í Bandaríkjunum, samkvæmt nýjustu upplýsingum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Greinendur segja þetta koma efnahagslífinu til góða og vega upp á móti samdrætti í iðnaði og á húsnæðismarkaði vestanhafs. Til samanburðar jókst smásöluverslun um 0,5 prósent á milli mánaða í febrúar, sem var umfram væntingar greinenda. Fréttaveita Bloomberg hefur eftir greinendum í dag að stjórnvöld líti björtum augum á tölurnar því upplýsingar um einkaneyslu í landinu standi á bak við rúmlega 60 prósent af af landsframleiðslu. Þessu til viðbótar hefur atvinnuleysi ekki verið með minna móti í sex ár auk þess sem kaupmáttur launa hefur aukist. Þykir þetta minnka líkurnar á því til muna að Seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti á næstunni. Þvert á móti ýjaði Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, í síðustu viku að svo geti farið að hækka þurfi stýrivextina til að draga úr verðbólguþrýstingi. Í nýjustu hagvísum bandarísku hagstofunnar kemur meðal annars fram að kaup á bílum og fatnaði leiði aukningu í smásöluverslun í mánuðinum. Sala á fatnaði jókst um 2,4 prósent á milli mánaða og sala á íþróttavörum jókst um 1,1 prósent. Sala á þessum vöruflokkum hefur ekki verið betri síðan í janúar í fyrra. Þá jókst sala á bílum um 0,8 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum. Að sögn Bloomberg hefur samdráttur á fasteignalánamarkaði vestanhafs ekki haft teljandi áhrif á hagkerfið líkt og menn óttuðust og er því gert ráð fyrir „hóflegum" hagvexti á árinu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Smásöluverslun jókst um 0,7 prósent á milli mánaða í mars í Bandaríkjunum, samkvæmt nýjustu upplýsingum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Greinendur segja þetta koma efnahagslífinu til góða og vega upp á móti samdrætti í iðnaði og á húsnæðismarkaði vestanhafs. Til samanburðar jókst smásöluverslun um 0,5 prósent á milli mánaða í febrúar, sem var umfram væntingar greinenda. Fréttaveita Bloomberg hefur eftir greinendum í dag að stjórnvöld líti björtum augum á tölurnar því upplýsingar um einkaneyslu í landinu standi á bak við rúmlega 60 prósent af af landsframleiðslu. Þessu til viðbótar hefur atvinnuleysi ekki verið með minna móti í sex ár auk þess sem kaupmáttur launa hefur aukist. Þykir þetta minnka líkurnar á því til muna að Seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti á næstunni. Þvert á móti ýjaði Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, í síðustu viku að svo geti farið að hækka þurfi stýrivextina til að draga úr verðbólguþrýstingi. Í nýjustu hagvísum bandarísku hagstofunnar kemur meðal annars fram að kaup á bílum og fatnaði leiði aukningu í smásöluverslun í mánuðinum. Sala á fatnaði jókst um 2,4 prósent á milli mánaða og sala á íþróttavörum jókst um 1,1 prósent. Sala á þessum vöruflokkum hefur ekki verið betri síðan í janúar í fyrra. Þá jókst sala á bílum um 0,8 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum. Að sögn Bloomberg hefur samdráttur á fasteignalánamarkaði vestanhafs ekki haft teljandi áhrif á hagkerfið líkt og menn óttuðust og er því gert ráð fyrir „hóflegum" hagvexti á árinu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira