Viðskipti erlent

Lánshæfiseinkunnir Alcoa og Alcan lækkaðar

Alþjóðalegu matsfyrirtækin Fitch Ratings, Moody's og Standard & Poor's segja öll að svo geti farið að lánshæfiseinkunnir álfyrirtækjanna Alcoa og Alcan verði lækkaðar í kjölfar þess að fyrirtækin eru komin í yfirtökuferli.

Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes bendir á að S&P gefi Alcoa lánshæfiseinkunnina BBB+ og segir horfur neikvæðar. Fram kemur í matinu að fyrirtækið verði að laga skuldastöðu sína og geti svo farið að lánshæfiseinkunnir fyrirtækisins verði lækkaðar um allt að þrjá flokka.

Matsfyrirtækið Moody's er svipaðrar skoðunar, að sögn Forbes. Það gefur Alcoa lánshæfiseinkunnina A2 og Alcan Baa1 en bætir við að svo geti farið að einkunnirnar geti lækkað frekar.

Fitch Ratins hefur sömuleiðis fært lánshæfiseinkunnir fyrirtækjanna niður og segir, að lánshæfishorfur séu neikvæðar.

Helstu ástæðurnar fyrir lækkuninni er óvissa um fjármögnun yfirtöku Alcoa á Alcan, að sögn Moody's.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×