Orðrómur um yfirtöku á Rio Tinto 9. maí 2007 09:58 Gengi hlutabréfa í bresk-áströlsku námafélögunum Rio Tinto og BHP Biliton fór í methæðir við opnun kauphallarinnar í Sidney í Ástralíu í gær vegna orðróms um að BHP væri að búa sig undir að leggja fram risastórt yfirtökutilboð í Rio Tinto. Bréfin ruku upp um 11 prósent og fóru í 99,69 ástralska dali á hlut sem er met. Þau lækkuðu nokkuð eftir því sem leið á daginn og nam dagshækkunin um 6,4 prósentum. Enn sem komið er hefur ekkert yfirtökutilboð verið lagt fram í Rio Tinto en breska ríkisútvarpið hefur eftir miðlara í kauphöllinni að þótt óvíst sé hvort orðrómurinn sé byggður á traustum heimildum þá séu mikil viðskipti með bréf í félaginu. Rio Tinto skilaði methagnaði á árinu og hefur BBC eftir greinendum að yfirtökutilboð í félagið geti hljóðað upp á rúma hundrað milljarða dala, jafnvirði 6.426 milljarða íslenskra króna. Gengi bréfa í BHP hækkaði sömuleiðis um 4,5 prósent og fór í 32,58 dali á hlut. Gengi þeirra hefur sömuleiðis aldrei verið hærra.Bæði Rio Tinto og BHP stunda viðamikla álframleiðslu samhliða námavinnslunni. Þau voru orðuð við yfirtöku á bandaríska álrisanum Alcoa í febrúar. Talsmenn fyrirtækjanna vildu ekki staðfesta fréttirnar og ekkert varð úr yfirtökunni. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa í bresk-áströlsku námafélögunum Rio Tinto og BHP Biliton fór í methæðir við opnun kauphallarinnar í Sidney í Ástralíu í gær vegna orðróms um að BHP væri að búa sig undir að leggja fram risastórt yfirtökutilboð í Rio Tinto. Bréfin ruku upp um 11 prósent og fóru í 99,69 ástralska dali á hlut sem er met. Þau lækkuðu nokkuð eftir því sem leið á daginn og nam dagshækkunin um 6,4 prósentum. Enn sem komið er hefur ekkert yfirtökutilboð verið lagt fram í Rio Tinto en breska ríkisútvarpið hefur eftir miðlara í kauphöllinni að þótt óvíst sé hvort orðrómurinn sé byggður á traustum heimildum þá séu mikil viðskipti með bréf í félaginu. Rio Tinto skilaði methagnaði á árinu og hefur BBC eftir greinendum að yfirtökutilboð í félagið geti hljóðað upp á rúma hundrað milljarða dala, jafnvirði 6.426 milljarða íslenskra króna. Gengi bréfa í BHP hækkaði sömuleiðis um 4,5 prósent og fór í 32,58 dali á hlut. Gengi þeirra hefur sömuleiðis aldrei verið hærra.Bæði Rio Tinto og BHP stunda viðamikla álframleiðslu samhliða námavinnslunni. Þau voru orðuð við yfirtöku á bandaríska álrisanum Alcoa í febrúar. Talsmenn fyrirtækjanna vildu ekki staðfesta fréttirnar og ekkert varð úr yfirtökunni.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf