Enn minnkar viðskiptahallinn í Bandaríkjunum 10. maí 2007 14:31 Viðskiptahalli Bandaríkjanna jókst í marsmánuði þvert á spár og nam 63,9 milljörðum dala í mánuðinum, jafnvirði 4.094 milljörðum íslenskra króna. Þetta er 10,6 prósenta hækkun á milli mánaða. Mestu munar um verðhækkanir á hráolíu og eldsneyti. Þá benda bráðabirgðatölur bandaríska viðskiptaráðuneytisins til þess að viðskiptahallinn muni aukast frekar í apríl. Þetta er næstmesti viðskiptahalli í Bandaríkjunum á einum mánuði, samkvæmt því sem bandaríska viðskiptaráðuneytið greindi frá í dag. Á sama tíma dróst vöruinnflutningur saman frá Kína um 6,4 prósent en vöruskipti Bandaríkjanna við Kína voru neikvæð um 17,2 milljarða dali, 1.102 milljarða íslenskra króna, og hefur hann ekki verið minni í tæpt ár. Breska ríkisútvarpið segir að lágt gengi bandaríkjadals komi útflytjendum vestanhafs til góða og hafi það leitt til þess að útflutningur til Kanada og aðildarríkja Evrópusambandsins hefur aldrei verið meiri. Þrátt fyrir þetta hefur viðskiptahallinn í Bandaríkjunum dregist nokkuð saman það sem af er árs en á fyrstu þremur mánuðum ársins nam hann 180,7 milljörðum dala, jafnvirði 11.579 milljörðum íslenskra króna. Það er 5,7 prósentum minni halli en á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Viðskiptahalli Bandaríkjanna jókst í marsmánuði þvert á spár og nam 63,9 milljörðum dala í mánuðinum, jafnvirði 4.094 milljörðum íslenskra króna. Þetta er 10,6 prósenta hækkun á milli mánaða. Mestu munar um verðhækkanir á hráolíu og eldsneyti. Þá benda bráðabirgðatölur bandaríska viðskiptaráðuneytisins til þess að viðskiptahallinn muni aukast frekar í apríl. Þetta er næstmesti viðskiptahalli í Bandaríkjunum á einum mánuði, samkvæmt því sem bandaríska viðskiptaráðuneytið greindi frá í dag. Á sama tíma dróst vöruinnflutningur saman frá Kína um 6,4 prósent en vöruskipti Bandaríkjanna við Kína voru neikvæð um 17,2 milljarða dali, 1.102 milljarða íslenskra króna, og hefur hann ekki verið minni í tæpt ár. Breska ríkisútvarpið segir að lágt gengi bandaríkjadals komi útflytjendum vestanhafs til góða og hafi það leitt til þess að útflutningur til Kanada og aðildarríkja Evrópusambandsins hefur aldrei verið meiri. Þrátt fyrir þetta hefur viðskiptahallinn í Bandaríkjunum dregist nokkuð saman það sem af er árs en á fyrstu þremur mánuðum ársins nam hann 180,7 milljörðum dala, jafnvirði 11.579 milljörðum íslenskra króna. Það er 5,7 prósentum minni halli en á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira