Spá lægri verðbólgu í Bretlandi 13. maí 2007 09:00 Gert er ráð fyrir því að verðbólga mælist 2,8 prósent í Bretlandi í þessum mánuði. Hagstofa landsins birtir útreikninga sína um vísitölu neysluverðs í vikunni. Verðbólgan mældist 3,1 prósent í síðasta mánuði. Niðurstaðan kom bankastjórn Englandsbanka, sem hafði ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum, mjög á óvart og varð Mervyn King, seðlabankastjóri, að gera stjórnvöldum grein fyrir því hvers vegna verðbólga hækkaði umfram spár. Englandsbanki brást við hörðum þrýstingi í vikunni og hækkaði stýrivexti um 25 punkta og fóru stýrivextir við það í 5,55 prósent. Gert er ráð fyrir nokkrum hækkunum til viðbótar til að draga úr einkaneyslu og þrýsta verðbólgu niður. Breska blaðið Times hefur eftir greinendum í dag að gangi spáin eftir og verðbólga mælist undir þremur prósentum verði erfitt að sjá fyrir um stöðu mála og ómögulegt að rýna í næstu skref seðlabankans. Breska viðskiptaráðið birtir spá sína um stöðu efnahagsmála á yfirstandandi ársfjórðungi í Bretlandi á morgun. Times segir að viðskiptaráðið geri ráð fyrir 2,8 prósenta meðalverðbólgu á þessu ári en 2,1 prósents verðbólgu á því næsta. Mælir ráðið ekki með hækkun stýrivaxta en telur engu að síður ráð fyrir því að þeir verði hækkaði í 5,75 prósent á fjórðungnum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gert er ráð fyrir því að verðbólga mælist 2,8 prósent í Bretlandi í þessum mánuði. Hagstofa landsins birtir útreikninga sína um vísitölu neysluverðs í vikunni. Verðbólgan mældist 3,1 prósent í síðasta mánuði. Niðurstaðan kom bankastjórn Englandsbanka, sem hafði ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum, mjög á óvart og varð Mervyn King, seðlabankastjóri, að gera stjórnvöldum grein fyrir því hvers vegna verðbólga hækkaði umfram spár. Englandsbanki brást við hörðum þrýstingi í vikunni og hækkaði stýrivexti um 25 punkta og fóru stýrivextir við það í 5,55 prósent. Gert er ráð fyrir nokkrum hækkunum til viðbótar til að draga úr einkaneyslu og þrýsta verðbólgu niður. Breska blaðið Times hefur eftir greinendum í dag að gangi spáin eftir og verðbólga mælist undir þremur prósentum verði erfitt að sjá fyrir um stöðu mála og ómögulegt að rýna í næstu skref seðlabankans. Breska viðskiptaráðið birtir spá sína um stöðu efnahagsmála á yfirstandandi ársfjórðungi í Bretlandi á morgun. Times segir að viðskiptaráðið geri ráð fyrir 2,8 prósenta meðalverðbólgu á þessu ári en 2,1 prósents verðbólgu á því næsta. Mælir ráðið ekki með hækkun stýrivaxta en telur engu að síður ráð fyrir því að þeir verði hækkaði í 5,75 prósent á fjórðungnum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf