Miklar hækkanir í Asíu 14. maí 2007 08:57 Utan við kauphöllina í Sjanghæ í Kína. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa rauk upp á hlutabréfamarkaði í Hong Kong í dag eftir að stjórnvöld í Kína gáfu stofnanafjárfestum græna ljósið á að fjárfestan utan landsteina. Þetta er þó ekki eina ástæðan því fjárfestar eystra urðu bjartsýnir eftir jákvæðar fréttir af bandarísku efnahagslífi en líkur þykja á að bandaríski seðlabankinn ætli að lækka stýrivexti síðar á árinu. Gengi kínversku Hang Seng vísitölunnar hækkaði um 2,6 prósent og fór í 20.990,62 stig en hafði áður farið yfir 21.000 stiga múrinn. Hástökkvararnir eru meðal annars kínverska álfyrirtækið Aluminium Corp., en gengi bréfa í félaginu hækkaði um 9,5 prósent á meðan gengi bréfa í koparframleiðandanum Jiangxi Copper hækkaði um 11,5 prósent. Gengi bréfa í öðrum fyrirtækjum hækkaði um allt frá 5 til rúmlega 9 prósent. Hlutabréfavísitölur víða í Asíu hækkuðu á sama tíma, þar á meðal í Japan en Nikkei-vísitalan hækkaði um eitt prósent eftir að líkur þóttu til að japanski seðlabankinn ætli að hækka vexti síðar á þessu ári. Bankinn hækkaði vexti fyrst um 25 punkta síðasta sumar eftir sex ára viðvarandi núllvaxtastefnu og hefur aðeins hækkað vextina einu sinni síðan þá. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupa 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa rauk upp á hlutabréfamarkaði í Hong Kong í dag eftir að stjórnvöld í Kína gáfu stofnanafjárfestum græna ljósið á að fjárfestan utan landsteina. Þetta er þó ekki eina ástæðan því fjárfestar eystra urðu bjartsýnir eftir jákvæðar fréttir af bandarísku efnahagslífi en líkur þykja á að bandaríski seðlabankinn ætli að lækka stýrivexti síðar á árinu. Gengi kínversku Hang Seng vísitölunnar hækkaði um 2,6 prósent og fór í 20.990,62 stig en hafði áður farið yfir 21.000 stiga múrinn. Hástökkvararnir eru meðal annars kínverska álfyrirtækið Aluminium Corp., en gengi bréfa í félaginu hækkaði um 9,5 prósent á meðan gengi bréfa í koparframleiðandanum Jiangxi Copper hækkaði um 11,5 prósent. Gengi bréfa í öðrum fyrirtækjum hækkaði um allt frá 5 til rúmlega 9 prósent. Hlutabréfavísitölur víða í Asíu hækkuðu á sama tíma, þar á meðal í Japan en Nikkei-vísitalan hækkaði um eitt prósent eftir að líkur þóttu til að japanski seðlabankinn ætli að hækka vexti síðar á þessu ári. Bankinn hækkaði vexti fyrst um 25 punkta síðasta sumar eftir sex ára viðvarandi núllvaxtastefnu og hefur aðeins hækkað vextina einu sinni síðan þá.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupa 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf