Dreamliner að líta dagsins ljós 22. maí 2007 14:55 Unnið að lokaáfanga Dreamliner-þotunnar hjá Boeing skammt frá Seattle í Bandaríkjunum í gær. Mynd/AFP Flugvélasmiðir hjá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing eru þessa dagana að ljúka við að setja saman nýjustu farþegaþotu fyrirtækisins, Dreamliner787. Hlutirnir eru framleiddir víða um heim en settir saman í námunda við Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Horft er til þess að tilraunaflug vélanna hefjist í ágúst og verði þær fyrstu afhentar í maí á næsta ári. Gert er ráð fyrir að sjö vikur taki að setja fyrstu vélarnar saman en þegar lengra líður en talið að hægt verði að setja saman hverja vél á sex dögum. Þetta mun vera fyrsta nýja farþegaþotan sem Boeing smíðar í áratug, að sögn breska ríkisútvarpsins. Vel hefur gengið að selja vélarnar en pantanir hafa verið lagðar inn fyrir 568 vélum frá 44 flugfélögum. Helsti samkeppnisaðili Boeing, franski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur átt við mikla erfiðleika að etja við smíði á nýjustu flugvél sinni, risaþotunni A380, einni stærstu farþegaflugvél í heimi. Framleiðslan tafist mjög á síðasta ári og er nú svo komið að afhending vélanna er tveimur árum á eftir áætlun.Mun færri flugfélög hafa lagt inn pantanir fyrir risaþotunni Airbus sem gert er ráð fyrir að verði afhent síðar á þessu ári.Breska ríkisútvarpið hefur eftir Scott Strode, aðstoðarframkvæmdastjóra hjá Boeing, að með framleiðslu vélarinnar hafi verið stigið nýtt skref í hönnun flugvéla. Eru vængirnir búnir til úr plastefni sem gerir það að verkum að vélarnar eru léttari og brenna 20 prósentum minna eldsneyti en aðrar flugvélar. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Flugvélasmiðir hjá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing eru þessa dagana að ljúka við að setja saman nýjustu farþegaþotu fyrirtækisins, Dreamliner787. Hlutirnir eru framleiddir víða um heim en settir saman í námunda við Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Horft er til þess að tilraunaflug vélanna hefjist í ágúst og verði þær fyrstu afhentar í maí á næsta ári. Gert er ráð fyrir að sjö vikur taki að setja fyrstu vélarnar saman en þegar lengra líður en talið að hægt verði að setja saman hverja vél á sex dögum. Þetta mun vera fyrsta nýja farþegaþotan sem Boeing smíðar í áratug, að sögn breska ríkisútvarpsins. Vel hefur gengið að selja vélarnar en pantanir hafa verið lagðar inn fyrir 568 vélum frá 44 flugfélögum. Helsti samkeppnisaðili Boeing, franski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur átt við mikla erfiðleika að etja við smíði á nýjustu flugvél sinni, risaþotunni A380, einni stærstu farþegaflugvél í heimi. Framleiðslan tafist mjög á síðasta ári og er nú svo komið að afhending vélanna er tveimur árum á eftir áætlun.Mun færri flugfélög hafa lagt inn pantanir fyrir risaþotunni Airbus sem gert er ráð fyrir að verði afhent síðar á þessu ári.Breska ríkisútvarpið hefur eftir Scott Strode, aðstoðarframkvæmdastjóra hjá Boeing, að með framleiðslu vélarinnar hafi verið stigið nýtt skref í hönnun flugvéla. Eru vængirnir búnir til úr plastefni sem gerir það að verkum að vélarnar eru léttari og brenna 20 prósentum minna eldsneyti en aðrar flugvélar.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira