Greenspan olli lækkun á markaði 24. maí 2007 09:28 Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Mynd/Reuters Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína lækkaði um 1,5 prósent í dag eftir að Alan Greenspan, fyrrum aðalseðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í ræðu í gær að gengi bréfanna ofmetið og sagðist sjá mikla leiðréttingu á verði þeirra í framtíðinni. Þá lækkaði gengi bréfa sömuleiðis á helstu mörkuðum í Evrópu og í Bandaríkjunum af sömu sökum. Greenspan benti í máli sínu á að gengi hlutabréfa hefði hækkað um 50 prósent það sem af væri árs og væri ekki útlit fyrir viðlíka hækkanir út árið. Nokkurs titrings hefur gætt á mörkuðum eftir þetta, ekki síst í Bandaríkjunum en fjármálamarkaðir þar í landi eru viðkvæmir fyrir hvers kyns skelli eftir samdrátt á fasteignalánamarkaði fyrr á þessu ári sem leiddi af sér mikla lækkun á helstu vísitölum. Töldu nokkrir markaðsaðilar að orð Greenspans væru ofmetin á meðan aðrir óttuðust að hlutabréfamarkaðurinn í Kína gæti fallið hratt. Einn greinandi í Kína sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að hann hefði engar áhyggjur, því Greenspan hefði litla þekkingu á kínverskum hlutabréfamarkaði. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína lækkaði um 1,5 prósent í dag eftir að Alan Greenspan, fyrrum aðalseðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í ræðu í gær að gengi bréfanna ofmetið og sagðist sjá mikla leiðréttingu á verði þeirra í framtíðinni. Þá lækkaði gengi bréfa sömuleiðis á helstu mörkuðum í Evrópu og í Bandaríkjunum af sömu sökum. Greenspan benti í máli sínu á að gengi hlutabréfa hefði hækkað um 50 prósent það sem af væri árs og væri ekki útlit fyrir viðlíka hækkanir út árið. Nokkurs titrings hefur gætt á mörkuðum eftir þetta, ekki síst í Bandaríkjunum en fjármálamarkaðir þar í landi eru viðkvæmir fyrir hvers kyns skelli eftir samdrátt á fasteignalánamarkaði fyrr á þessu ári sem leiddi af sér mikla lækkun á helstu vísitölum. Töldu nokkrir markaðsaðilar að orð Greenspans væru ofmetin á meðan aðrir óttuðust að hlutabréfamarkaðurinn í Kína gæti fallið hratt. Einn greinandi í Kína sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að hann hefði engar áhyggjur, því Greenspan hefði litla þekkingu á kínverskum hlutabréfamarkaði.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf