Hráolíuverð hækkaði á fjármálamörkuðum 14. júní 2007 11:21 VIð dæluna. Greinendur í Bandaríkjunum telja að litlar umframbirgðir af eldsneyti geti komið illa niður á ökumönnum eftir því sem lengra líður á sumarið. Mynd/AFP Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag. Þetta er önnur hækkunin á tveimur viðskiptadögum en verðið hækkað um einn bandaríkjadal á tunnu í gær. Ástæðan fyrir hækkuninni nú er sú að lítil breyting varð á olíubirgðum í Bandaríkjunum á milli vikna. Samkvæmt því sem fram kemur í vikulegri skýrslu bandaríska orkumálaráðuneytisins í gær var lítil breyting á olíubirgðastöðu Bandaríkjanna. Þetta er þvert á væntingar greinenda, sem höfðu gert ráð fyrir nokkurri hækkkun á milli vikna. Eldsneytisbirgðir drógust hins vegar saman á meðan birgðir af olíu til húshitunar jókst nokkuð á móti. Heildarbirgðirnar hafa dregist nokkuð saman undanfarnar vikur og eru undir meðaltalinu á sama tíma fyrir ári.Verð á framvirkum samningum á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði um 22 sent og stendur nú í 66,48 dölum á tunnu. Verð á Brent Norðursjávarolíu hækkaði á sama tíma um 45 sent og stendur í 70,39 dölum á tunnu.Greinendur óttast að litlar olíubirgðir geti komið illa við Bandaríkjamenn enda muni eftirspurnin eftir eldsneyti aukast nokkuð eftir því sem líður á sumarið. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag. Þetta er önnur hækkunin á tveimur viðskiptadögum en verðið hækkað um einn bandaríkjadal á tunnu í gær. Ástæðan fyrir hækkuninni nú er sú að lítil breyting varð á olíubirgðum í Bandaríkjunum á milli vikna. Samkvæmt því sem fram kemur í vikulegri skýrslu bandaríska orkumálaráðuneytisins í gær var lítil breyting á olíubirgðastöðu Bandaríkjanna. Þetta er þvert á væntingar greinenda, sem höfðu gert ráð fyrir nokkurri hækkkun á milli vikna. Eldsneytisbirgðir drógust hins vegar saman á meðan birgðir af olíu til húshitunar jókst nokkuð á móti. Heildarbirgðirnar hafa dregist nokkuð saman undanfarnar vikur og eru undir meðaltalinu á sama tíma fyrir ári.Verð á framvirkum samningum á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, hækkaði um 22 sent og stendur nú í 66,48 dölum á tunnu. Verð á Brent Norðursjávarolíu hækkaði á sama tíma um 45 sent og stendur í 70,39 dölum á tunnu.Greinendur óttast að litlar olíubirgðir geti komið illa við Bandaríkjamenn enda muni eftirspurnin eftir eldsneyti aukast nokkuð eftir því sem líður á sumarið.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf