Arabar komnir með fjórðung í Sainsbury 15. júní 2007 09:16 Úr kjötvöruborði Sainsbury. Mynd/AFP Konungsfjölskyldan í arabaríkinu Katar hefur hefur aukið við hlut sinn í bresku stórmarkaðakeðjunni og fer nú með rétt rúman fjórðung hlutabréfa í þessari þriðju stærstu verslankeðju Bretlands. Fjárfestingasjóður fjölskyldunnar, Delta Two, kom inn í hluthafahóp Sainsbury undir lok aprílmánaðar, skömmu eftir að harðri yfirtökubaráttu um verslanakeðjuna lauk, og flaggaði þá 17,6 prósenta hlut. Delta Two keypti 123 milljón hluta á 595 pens á hlut og nemur kaupverðið 732 milljónum punda, jafnvirði rúmra 46,5 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar hljóðaði yfirtökutilboð fjárfestahópa, sem sjóðurinn CVC Capital leiddi, upp á 600 pens á hlut. Sjóðirnir féllu hins vegar frá yfirtöku vegna harðrar andstöðu ráðandi hluthafa. Delta Two tengist fasteignamógúlnum Robert Tchenguiz, stjórnarmanni í Exista, sem á fimm prósenta hlut í Sainsbury. Rober hefur farið fram á setu í stjórn verslanakeðjunnar og þrýst á um að rekstrinum verði skipt upp í tvær einingar þar sem fasteignahlutinn yrði færður undir sjálfstæðan rekstur. Gengi bréfa í verslanakeðjunni hækkaði um 4,3 prósent í bresku kauphöllinni í Lundúnum og stendur nú í um 589,5 pensum á hlut. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Konungsfjölskyldan í arabaríkinu Katar hefur hefur aukið við hlut sinn í bresku stórmarkaðakeðjunni og fer nú með rétt rúman fjórðung hlutabréfa í þessari þriðju stærstu verslankeðju Bretlands. Fjárfestingasjóður fjölskyldunnar, Delta Two, kom inn í hluthafahóp Sainsbury undir lok aprílmánaðar, skömmu eftir að harðri yfirtökubaráttu um verslanakeðjuna lauk, og flaggaði þá 17,6 prósenta hlut. Delta Two keypti 123 milljón hluta á 595 pens á hlut og nemur kaupverðið 732 milljónum punda, jafnvirði rúmra 46,5 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar hljóðaði yfirtökutilboð fjárfestahópa, sem sjóðurinn CVC Capital leiddi, upp á 600 pens á hlut. Sjóðirnir féllu hins vegar frá yfirtöku vegna harðrar andstöðu ráðandi hluthafa. Delta Two tengist fasteignamógúlnum Robert Tchenguiz, stjórnarmanni í Exista, sem á fimm prósenta hlut í Sainsbury. Rober hefur farið fram á setu í stjórn verslanakeðjunnar og þrýst á um að rekstrinum verði skipt upp í tvær einingar þar sem fasteignahlutinn yrði færður undir sjálfstæðan rekstur. Gengi bréfa í verslanakeðjunni hækkaði um 4,3 prósent í bresku kauphöllinni í Lundúnum og stendur nú í um 589,5 pensum á hlut.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira