MySpace selt til Yahoo? 20. júní 2007 09:35 Rupert Murdoch. Ástralski auðkýfingurinn Rupert Murdoch er sagður íhuga þessa dagana að selja tengslaveituna MySpace undan fyrirtækjahatti News Corporation til netveitunnar Yahoo. Að sögn breska blaðsins Times mun Murdoch fara fram á fjórðungshlut í Yahoo á móti. Murdoch keypti MySpace, sem var stofnað fyrir fjórum árum í Bandaríkjunum, í fyrir rétt tæpum tveimur árum fyrir 580 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 36 milljarða íslenskra króna. Ekkert er enn í hendi. Markaðverðmæti Yahoo nemur 37 milljörðum dala, jafnvirði 2.307 milljarða íslenskra króna. Mun fjórðungshlutur í veitunni því nema 12 milljörðum dala, 748 milljörðum íslenskra króna. Gangi viðskiptin með MySpace í gegn er gert ráð fyrir að markaðshlutdeild Yahoo komi til með að batna umtalsvert og geti fyrirtækið saxað vel á forskot bandaríska netleitarfyrirtækisins Google. Ekki liggur fyrir hver næstu skref verða en framtíðarsýn Yahoo er í loftinu eftir að Terry Semel, forstjóri Yahoo, yfirgaf óvænt forstjórastólinn í vikubyrjun. Jerry Yang, annar af stofnendum Yahoo, tók við stjórninni af honum. Breska ríkisútvarpið segir Yang ætla að gera hvað hann geti til að stýra Yahoo-skútunni á rétta leið. Það hefur hins vegar eftir markaðsaðilum, að fyrirtækið gæti orðið skotspónn í yfirtöku. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ástralski auðkýfingurinn Rupert Murdoch er sagður íhuga þessa dagana að selja tengslaveituna MySpace undan fyrirtækjahatti News Corporation til netveitunnar Yahoo. Að sögn breska blaðsins Times mun Murdoch fara fram á fjórðungshlut í Yahoo á móti. Murdoch keypti MySpace, sem var stofnað fyrir fjórum árum í Bandaríkjunum, í fyrir rétt tæpum tveimur árum fyrir 580 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 36 milljarða íslenskra króna. Ekkert er enn í hendi. Markaðverðmæti Yahoo nemur 37 milljörðum dala, jafnvirði 2.307 milljarða íslenskra króna. Mun fjórðungshlutur í veitunni því nema 12 milljörðum dala, 748 milljörðum íslenskra króna. Gangi viðskiptin með MySpace í gegn er gert ráð fyrir að markaðshlutdeild Yahoo komi til með að batna umtalsvert og geti fyrirtækið saxað vel á forskot bandaríska netleitarfyrirtækisins Google. Ekki liggur fyrir hver næstu skref verða en framtíðarsýn Yahoo er í loftinu eftir að Terry Semel, forstjóri Yahoo, yfirgaf óvænt forstjórastólinn í vikubyrjun. Jerry Yang, annar af stofnendum Yahoo, tók við stjórninni af honum. Breska ríkisútvarpið segir Yang ætla að gera hvað hann geti til að stýra Yahoo-skútunni á rétta leið. Það hefur hins vegar eftir markaðsaðilum, að fyrirtækið gæti orðið skotspónn í yfirtöku.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf