LSE og kauphöllin á Ítalíu sameinast 23. júní 2007 09:46 Við bresku kauphöllina í Lundúnum. Mynd/AFP Samkomulag hefur náðst um að breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) kaupi ítölsku kauphöllina. Kaupverð nemur 1,63 milljörðum evra, jafnvirði um 136 milljörðum íslenskra króna. Markaðsvirði beggja kauphalla nemur um 5,8 milljörðum evra, rúmlega 485,3 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar hljóðaði yfirtökutilboð bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq á norrænu kauphallarsamstæðunni OMX upp á 227,9 milljarða krónur. Kauphallir víða um heim hafa leitast eftir samruna og samstarfi með einum eða öðrum hætti með það fyrir augum að lækka kostnað og opna fyrirtækjum og fjárfestum nýja möguleika. Horft er til þess að með samrunanum sparist allt að 29 milljónir evra, 2,4 milljarðar króna, á næstu þremur árum. Ítalska kauphöllin, sem meðal annars rekur kauphöllina í Mílanó, var í sigti erlendra kauphalla en bæði hin nýsameinaða kauphallarsamstæða NYSE Euronext, sem samanstendur af kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum og samevrópska hlutabréfamarkaðnum Euronext, vildi kaupa kauphöllina á Ítalíu í fyrra. Sama máli gegnir um þýsku kauphöllina í Frankfurt. Öllum tilboðum var hins vegar vísað út af borðinu. Forstjóri yfir báðum kauphöllum verður Clara Furse, forstjóri bresku kauphallarinnar, en hún barðist harkalega gegn yfirtöku bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq á LSE á síðasta ári. Nasdaq tryggði sér hins vegar 30 prósenta hlut í LSE og hefur verið haft eftir forstjóra markaðarins, að hann muni standa í vegi fyrir öllum samrunatilraunum LSE. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Samkomulag hefur náðst um að breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) kaupi ítölsku kauphöllina. Kaupverð nemur 1,63 milljörðum evra, jafnvirði um 136 milljörðum íslenskra króna. Markaðsvirði beggja kauphalla nemur um 5,8 milljörðum evra, rúmlega 485,3 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar hljóðaði yfirtökutilboð bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq á norrænu kauphallarsamstæðunni OMX upp á 227,9 milljarða krónur. Kauphallir víða um heim hafa leitast eftir samruna og samstarfi með einum eða öðrum hætti með það fyrir augum að lækka kostnað og opna fyrirtækjum og fjárfestum nýja möguleika. Horft er til þess að með samrunanum sparist allt að 29 milljónir evra, 2,4 milljarðar króna, á næstu þremur árum. Ítalska kauphöllin, sem meðal annars rekur kauphöllina í Mílanó, var í sigti erlendra kauphalla en bæði hin nýsameinaða kauphallarsamstæða NYSE Euronext, sem samanstendur af kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum og samevrópska hlutabréfamarkaðnum Euronext, vildi kaupa kauphöllina á Ítalíu í fyrra. Sama máli gegnir um þýsku kauphöllina í Frankfurt. Öllum tilboðum var hins vegar vísað út af borðinu. Forstjóri yfir báðum kauphöllum verður Clara Furse, forstjóri bresku kauphallarinnar, en hún barðist harkalega gegn yfirtöku bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq á LSE á síðasta ári. Nasdaq tryggði sér hins vegar 30 prósenta hlut í LSE og hefur verið haft eftir forstjóra markaðarins, að hann muni standa í vegi fyrir öllum samrunatilraunum LSE.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira