Tryggðu sjálfstæði Wall Street Journal 26. júní 2007 23:08 Maður blaðar í Wall Street Journal, sem bandaríska fjölmiðlasamsteypan Dow Jones & Co. gefur út. Mynd/AFP Stjórnir bandarísku fjölmiðlasamsteypanna Dow Jones & Co. og News Corporation, sem er í eigu ástralska auðkýfingsins Ruperts Murdoch, eru sögð hafa komist að samkomulagi sem tryggir ritstjórnarlegt sjálfstæði bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Með því er stærstu hindruninni fyrir yfirtökutilboði Murdochs í Dow Jones & Co. velt úr vegi. Dow Jones & Co. er móðurfélag samnefndrar fréttaveitu og gefur meðal annars út dagblaðið Wall Street Journal. Félag Murdochs gerði fimm milljarða dala yfirtökutilboð í félagið í byrjun síðasta mánaðar en Bancroft-fjölskyldan, sem fer með ráðandi hlut í Dow Jones, var mótfallin tilboðinu. Fréttastofan Associated Press hefur eftir heimildamanni sínum að nánari útlistanir á samkomulaginu liggi ekki fyrir. Eigi yfirtökutilboðið að ganga í gegn verður Bancroft-fjölskyldan að samþykkja það.Stjórn Dow Jones tók af skarið um viðræður við Murdoch og fjölmiðlaveldi hans í síðustu viku en hún mun hafa verið orðin langþreytt á þrjósku Bancroft-fjölskyldunnar, sem þó hafði mýkst í afstöðu sinni gegn tilboðinu. Í stjórn Dow Jones sitja fjórir meðlimir fjölskyldunnar, en að öðru leyti er hún dreifð um Bandaríkin endilöng.Tilboð Murdochs, sem var lagt fyrir í byrjun maí, hljóðaði upp á 60 dali á hlut en það var 65 prósentum yfir meðalgengi í félaginu áður en það var lagt fram. Gengi bréfa í Dow Jones & Co. hafa stigið hratt upp síðan og standa nú í 58,77 dölum á hlut. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórnir bandarísku fjölmiðlasamsteypanna Dow Jones & Co. og News Corporation, sem er í eigu ástralska auðkýfingsins Ruperts Murdoch, eru sögð hafa komist að samkomulagi sem tryggir ritstjórnarlegt sjálfstæði bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Með því er stærstu hindruninni fyrir yfirtökutilboði Murdochs í Dow Jones & Co. velt úr vegi. Dow Jones & Co. er móðurfélag samnefndrar fréttaveitu og gefur meðal annars út dagblaðið Wall Street Journal. Félag Murdochs gerði fimm milljarða dala yfirtökutilboð í félagið í byrjun síðasta mánaðar en Bancroft-fjölskyldan, sem fer með ráðandi hlut í Dow Jones, var mótfallin tilboðinu. Fréttastofan Associated Press hefur eftir heimildamanni sínum að nánari útlistanir á samkomulaginu liggi ekki fyrir. Eigi yfirtökutilboðið að ganga í gegn verður Bancroft-fjölskyldan að samþykkja það.Stjórn Dow Jones tók af skarið um viðræður við Murdoch og fjölmiðlaveldi hans í síðustu viku en hún mun hafa verið orðin langþreytt á þrjósku Bancroft-fjölskyldunnar, sem þó hafði mýkst í afstöðu sinni gegn tilboðinu. Í stjórn Dow Jones sitja fjórir meðlimir fjölskyldunnar, en að öðru leyti er hún dreifð um Bandaríkin endilöng.Tilboð Murdochs, sem var lagt fyrir í byrjun maí, hljóðaði upp á 60 dali á hlut en það var 65 prósentum yfir meðalgengi í félaginu áður en það var lagt fram. Gengi bréfa í Dow Jones & Co. hafa stigið hratt upp síðan og standa nú í 58,77 dölum á hlut.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf