Ryanair meinað að kaupa Aer Lingus 27. júní 2007 12:57 Michael O'Leary, forstjóri Ryanair. Mynd/AFP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur meinað írska lággjaldaflugfélaginu Ryanair að gera yfirtökutilboð í írska flugfélagið Aer Lingus. Í úrskurði framkvæmdastjórnarinnar segir að kaupin myndu koma niður á samkeppni og geta valdið hækkun á fargjöldum. Niðurstaðan er í samræmi við væntingar enda gerðu flestir ráð fyrir því að framkvæmdastjórnin yrði mótfallin tilboði Ryanair enda eru bæði flugfélögin með um 80 prósenta markaðshlutdeild á Írlandi. Stjórn lággjaldaflugfélagsins gerði 1,5 milljarða evra, 125 milljarða íslenskra króna, yfirtökutilboð í Aer Lingus síðastliðið haust eftir að írska ríkið seldi megnið af hlut sínum í flugfélaginu. Ryanair tryggði sér vænan skerf af hlutabréfum í flugfélaginu og situr á fjórðungi bréfanna. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, var ævareiður út í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og sagði bannið ólögmætt og eiga sér engin fordæmi. Sagði hann að ef fyrirtækinu myndu sameinast hefðu þau einungis um fimm prósenta hlutdeild innan evrópskrar lofthelgi og og kæmi það ekki niður á samkeppni við önnur flugfélög sem hafi hug á að fljúga til og frá Dublin. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Neytendur Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur meinað írska lággjaldaflugfélaginu Ryanair að gera yfirtökutilboð í írska flugfélagið Aer Lingus. Í úrskurði framkvæmdastjórnarinnar segir að kaupin myndu koma niður á samkeppni og geta valdið hækkun á fargjöldum. Niðurstaðan er í samræmi við væntingar enda gerðu flestir ráð fyrir því að framkvæmdastjórnin yrði mótfallin tilboði Ryanair enda eru bæði flugfélögin með um 80 prósenta markaðshlutdeild á Írlandi. Stjórn lággjaldaflugfélagsins gerði 1,5 milljarða evra, 125 milljarða íslenskra króna, yfirtökutilboð í Aer Lingus síðastliðið haust eftir að írska ríkið seldi megnið af hlut sínum í flugfélaginu. Ryanair tryggði sér vænan skerf af hlutabréfum í flugfélaginu og situr á fjórðungi bréfanna. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, var ævareiður út í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og sagði bannið ólögmætt og eiga sér engin fordæmi. Sagði hann að ef fyrirtækinu myndu sameinast hefðu þau einungis um fimm prósenta hlutdeild innan evrópskrar lofthelgi og og kæmi það ekki niður á samkeppni við önnur flugfélög sem hafi hug á að fljúga til og frá Dublin.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Neytendur Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf