Blackstone kaupir Hilton-hótelkeðjuna 4. júlí 2007 09:37 Eitt af fjölmörgum Hilton-hótelanna. Þetta er í San Fransisco í Bandaríkjunum. Mynd/AFP Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Blackstone Group, sem skráður var á hlutabréfamarkað vestanhafs fyrir um hálfum mánuði, hefur keypt Hilton-hótelkeðjuna. Kaupverð nemur 26 milljörðum dala, jafnvirði heilla 1.615 milljarða íslenskra króna. Greitt verður fyrir hótelin í reiðufé. Kaupverð á hlut nemur 47,5 dölum en það er 32 prósentum yfir lokagengi bréfa í keðjunni í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins. Stjórn Hilton-hótelkeðjunnar hefur samþykkt yfirtökutilboðið og er gert ráð fyrir því að viðskiptunum ljúki í enda árs. Fjárfestingasjóðurinn hefur reynslu af kaupum á hótelum en hann á nokkur slík fyrir. Í enda maí var samið um að Hótel Nordica í Reykjavík verði Hilton Hotel. Gert er ráð fyrir að breytingum á hótelinu, sem verða í samræmi við staðal Hilton-hótelanna, verði lokið á haustdögum og mun hótelið eftirleiðis heita Hilton Reykjavík Nordica. Þetta mun hafa verið sérleyfissamningur og mun Icelandair Hótels áfram reka hótelið, en kemst inn í bókunarkerfi Hilton keðjunnar. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Blackstone Group, sem skráður var á hlutabréfamarkað vestanhafs fyrir um hálfum mánuði, hefur keypt Hilton-hótelkeðjuna. Kaupverð nemur 26 milljörðum dala, jafnvirði heilla 1.615 milljarða íslenskra króna. Greitt verður fyrir hótelin í reiðufé. Kaupverð á hlut nemur 47,5 dölum en það er 32 prósentum yfir lokagengi bréfa í keðjunni í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins. Stjórn Hilton-hótelkeðjunnar hefur samþykkt yfirtökutilboðið og er gert ráð fyrir því að viðskiptunum ljúki í enda árs. Fjárfestingasjóðurinn hefur reynslu af kaupum á hótelum en hann á nokkur slík fyrir. Í enda maí var samið um að Hótel Nordica í Reykjavík verði Hilton Hotel. Gert er ráð fyrir að breytingum á hótelinu, sem verða í samræmi við staðal Hilton-hótelanna, verði lokið á haustdögum og mun hótelið eftirleiðis heita Hilton Reykjavík Nordica. Þetta mun hafa verið sérleyfissamningur og mun Icelandair Hótels áfram reka hótelið, en kemst inn í bókunarkerfi Hilton keðjunnar.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira