Metsekt fyrir samkeppnisbrot 4. júlí 2007 13:24 Neelie Kroes, yfirmaður samkeppniseftirlits Evrópusambandsins, þar sem hún útlistar úrskurðinn gegn Telefonica. Mynd/AFP Samkeppnisyfirvöld Evrópusambandsins (ESB) dæmdu í dag spænska símafyrirtækið Telefonica til að greiða 151,9 milljónir evra, jafnvirði 12,8 milljarða íslenskra króna, í sekt vegna brota á samkeppnislögum. Þetta er metsekt vegna brota af þessu tagi. Telefonica, sem er eina fyrirtækið á Spáni sem hefur yfir að ráða jarðlínutengingum um landið allt, er gefið að sök að hafa krafið netþjónustur of hárra gjalda fyrir háhraðatengingu við kerfi Telefónica. Telefonica hagnaðist á athæfinu með því að bjóða sambærilega þjónustu á lægra verði og þvinga þar með önnur fyrirtæki út af markaðnum. Í úrskurði samkeppnisyfirvalda ESB segir að hátterni Telefonica hafi komið illa niður á neytendum, einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum. Neelie Kroes, yfirmaður samkeppnismála, sagði úrskurðinn skilaboð til annarra fjarskiptafyrirtækja enda muni ESB ekki umbera viðskiptahætti sem þessa. Talsmaður Telefonica segir á móti að fyrirtækið ætli að áfrýja úrskurðinum. Þetta er hæsta greiðsla sem fjarskiptafyrirtæki í Evrópu hefur verið úrskurðað til að greiða og sú næst hæsta sem fyrirtæki í álfunni hefur fengið á sig. Hæstu sektargreiðsluna fékk bandaríski tölvurisinn Microsoft fyrir þremur árum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samkeppnisyfirvöld Evrópusambandsins (ESB) dæmdu í dag spænska símafyrirtækið Telefonica til að greiða 151,9 milljónir evra, jafnvirði 12,8 milljarða íslenskra króna, í sekt vegna brota á samkeppnislögum. Þetta er metsekt vegna brota af þessu tagi. Telefonica, sem er eina fyrirtækið á Spáni sem hefur yfir að ráða jarðlínutengingum um landið allt, er gefið að sök að hafa krafið netþjónustur of hárra gjalda fyrir háhraðatengingu við kerfi Telefónica. Telefonica hagnaðist á athæfinu með því að bjóða sambærilega þjónustu á lægra verði og þvinga þar með önnur fyrirtæki út af markaðnum. Í úrskurði samkeppnisyfirvalda ESB segir að hátterni Telefonica hafi komið illa niður á neytendum, einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum. Neelie Kroes, yfirmaður samkeppnismála, sagði úrskurðinn skilaboð til annarra fjarskiptafyrirtækja enda muni ESB ekki umbera viðskiptahætti sem þessa. Talsmaður Telefonica segir á móti að fyrirtækið ætli að áfrýja úrskurðinum. Þetta er hæsta greiðsla sem fjarskiptafyrirtæki í Evrópu hefur verið úrskurðað til að greiða og sú næst hæsta sem fyrirtæki í álfunni hefur fengið á sig. Hæstu sektargreiðsluna fékk bandaríski tölvurisinn Microsoft fyrir þremur árum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent