Viðskipti erlent

Hækkanir á bandarískum hlutabréfamarkaði

Frá kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum.
Frá kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum. Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa hefur hækkað í sveiflukenndum viðskiptum á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Gengi hlutabréfa í Evrópu hefur sveiflast nokkuð það sem af er dags á meðan Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,85 prósent.

Dow Jones-vísitalan hækkaði um 0,02 prósent, Nasdaq-vísitalan um rúm 0,30 prósent en S&P 500 um 0,15 prósent.

Á sama tíma hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi hækkað um rúm 0,60 prósent það sem af er dags, þýska Dax-vísitalan lækkað um 0,05 prósent en hin franska Cac-40 hefur lækkað um 0,08 prósent.

Minni viðskiptahalli í Bandaríkjunum í júní er helsta ástæðan fyrir hækkuninni nú á hlutabréfamarkaði. Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum mældist 58,1 milljarða dala í mánuðinum en það er 1,7 prósentum minna en í mánuðinum á undan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×