Fjárfestar reikna með frekari lækkun vestanhafs 16. ágúst 2007 12:38 Miðlari á Indlandi. Niðursveifla hefur verið á öllum fjármálamörkuðum í dag og gera fjárfestar í Bandaríkjunum við því að hún haldi áfram í dag. Mynd/AP Fjárfestar í Bandaríkjunum hafa sett sig í stellingar fyrir enn eina dýfuna á hlutabréfamarkaði vestanhafs í dag eftir að forsvarsmenn fjármálafyrirtækisins Countrywide Financial Corporation, einu stærsta fasteignalánafyrirtæki þar í landi, greindu frá því að þeir hefðu þurft að sækja í varasjóði sína vegna lausafjárskorts. Helstu vísitölur lækkuðu talsvert á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær og sló taktinn fyrir lækkanahrinu á alþjóðamörkuðum í dag. Gengi Nasdaq-vísitölunnar lækkaði um tæp tvö prósent í gær og hvarf við það hækkun ársins. Countrywide Financial Corporation hefur átt við erfiðleika að etja í kjölfar samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði en gengi þess hefur hríðfallið síðan samdráttarins varð vart. Þetta er ekkert einsdæmi fyrir stór lánafyrirtæki í þessum geira í Bandaríkjunum en nokkur hafa verið úrskurðuð gjaldþrota og önnur farið fram á greiðslustöðvun. Slæmu fréttirnar fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum í dag eru þær að Countrywide Financial varð að nýta sér ádráttarlán sem fyrirtækið hafði aflað sér sökum lélegrar stöðu. Lánið nemur 11,5 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 800 milljarða íslenskra króna, að sögn fréttastofunnar Associated Press. Gengi bréfa í fyrirtækinu lækkaði við þetta um 10,6 prósent fyrir opnun markaða vestanhafs í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjárfestar í Bandaríkjunum hafa sett sig í stellingar fyrir enn eina dýfuna á hlutabréfamarkaði vestanhafs í dag eftir að forsvarsmenn fjármálafyrirtækisins Countrywide Financial Corporation, einu stærsta fasteignalánafyrirtæki þar í landi, greindu frá því að þeir hefðu þurft að sækja í varasjóði sína vegna lausafjárskorts. Helstu vísitölur lækkuðu talsvert á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær og sló taktinn fyrir lækkanahrinu á alþjóðamörkuðum í dag. Gengi Nasdaq-vísitölunnar lækkaði um tæp tvö prósent í gær og hvarf við það hækkun ársins. Countrywide Financial Corporation hefur átt við erfiðleika að etja í kjölfar samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði en gengi þess hefur hríðfallið síðan samdráttarins varð vart. Þetta er ekkert einsdæmi fyrir stór lánafyrirtæki í þessum geira í Bandaríkjunum en nokkur hafa verið úrskurðuð gjaldþrota og önnur farið fram á greiðslustöðvun. Slæmu fréttirnar fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum í dag eru þær að Countrywide Financial varð að nýta sér ádráttarlán sem fyrirtækið hafði aflað sér sökum lélegrar stöðu. Lánið nemur 11,5 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 800 milljarða íslenskra króna, að sögn fréttastofunnar Associated Press. Gengi bréfa í fyrirtækinu lækkaði við þetta um 10,6 prósent fyrir opnun markaða vestanhafs í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira