Taugatitringur á mörkuðum Guðjón Helgason skrifar 16. ágúst 2007 18:45 Taugatitrings hefur gætt á mörkuðum um allan heim í dag. Krónan veiktist um tæp 3% í dag og hefur veikst um 12% á einum mánuði. Úrvalsvísitalan íslenska lækkaði um tæp 4% í dag og hefur ekki verið jafn lág í fjóra mánuði. Hlutabréfavísitölur víða um heim hafa lækkað töluvert í dag. Úrvalsvísitalan féll um 3,84% og ekki verið lægri sína í byrjun apríl. Verð á bréfum í íslenskum félögum hefur lækkað töluvert í dag, mest í Exista um 8,32%. Krónan hefur veikst um 3% í dag - 12% á einum mánuði. Allt er þetta rakið til vanskila á áhættusömum húsnæðislánum í Bandaríkjunum. Það þýði að fjárfestar um allanheim taki enga áhættu. Hafliði Helgason, ritstjóri Markaðarins, segir fjárfesta þá horfa á krónuna sem áhættugjaldmiðil, hávaxamynt í hærri áhættu. Því dragi þeir sig frekar heim í það sem þeir telja öruggt skjól. Það hafi aftur áhrif því einhver hópur hafi skuldsett sig í erlendum myntum á móti innlendum eignum - þ.e. hlutabréfum. Daga sem þennan í dag liggi svo bankar í símanum til viðskiptavina sem standi tæpt og skipi þeim að selja. Fáir séu svo að kaupa - haldi að sér höndum og bíði átekta. Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Taugatitrings hefur gætt á mörkuðum um allan heim í dag. Krónan veiktist um tæp 3% í dag og hefur veikst um 12% á einum mánuði. Úrvalsvísitalan íslenska lækkaði um tæp 4% í dag og hefur ekki verið jafn lág í fjóra mánuði. Hlutabréfavísitölur víða um heim hafa lækkað töluvert í dag. Úrvalsvísitalan féll um 3,84% og ekki verið lægri sína í byrjun apríl. Verð á bréfum í íslenskum félögum hefur lækkað töluvert í dag, mest í Exista um 8,32%. Krónan hefur veikst um 3% í dag - 12% á einum mánuði. Allt er þetta rakið til vanskila á áhættusömum húsnæðislánum í Bandaríkjunum. Það þýði að fjárfestar um allanheim taki enga áhættu. Hafliði Helgason, ritstjóri Markaðarins, segir fjárfesta þá horfa á krónuna sem áhættugjaldmiðil, hávaxamynt í hærri áhættu. Því dragi þeir sig frekar heim í það sem þeir telja öruggt skjól. Það hafi aftur áhrif því einhver hópur hafi skuldsett sig í erlendum myntum á móti innlendum eignum - þ.e. hlutabréfum. Daga sem þennan í dag liggi svo bankar í símanum til viðskiptavina sem standi tæpt og skipi þeim að selja. Fáir séu svo að kaupa - haldi að sér höndum og bíði átekta.
Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira