Nasdaq segir tilboð sitt betra 17. ágúst 2007 10:39 Robert Greifeld, forstjóri Nasdaq. Hann hvetur hluthafa í OMX-samstæðunni til að halda að sér höndum þrátt fyrir hærra yfirtökutilboð frá kauphöllinni í Dubai. Mynd/AFP Forsvarsmenn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq hvetja hluthafa í norrænu OMX-kauphallarsamstæðunni til að halda að sér höndum þrátt fyrir að kauphöllin í Dubaí hafi lagt fram hærra yfirtökutilboð í norræna markaðinn í dag. Kauphöllin í Dubaí lagði fram tilboð upp á fjóra milljarða bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 270 milljarða íslenskra króna, í OMX-samstæðuna í morgun. Samstæðan rekur kauphallir víða á Norðurlöndunum, þar á meðal hér, og í Eystrasaltsríkjunum. Fréttastofa Reuters hefur eftir forsvarsmönnum Nasdaq að þótt tilboð kauphallarinnar í Dubaí hljóði upp á 300 milljónir bandaríkjadala meira en Nasdaq hafi boðið þá ættu hluthafar að standa óhaggaðir og vísa til þess að þegar samruni kauphallanna gangi í gegn fái þeir 28 prósent í sameinuðu félagi. Þá er sömuleiðis stefnt að því að skera niður kostnað um 150 milljónir dala á ári gangi samruninn í gegn, að þeirra sögn. Þá hefur Reuters eftir forsvarsmönnum Nasdaq að þeir eigi í viðræðum við stjórn OMX-samstæðunnar vegna tilboðsins.Í tilkynningu frá Kauphöllinni í Dubai í dag segir að hún ráði nú þegar yfir rúmlega fjórðungshlut í OMX. Tilboð kauphallarinnar í OMX hljóðar upp á 230 sænskar krónur á hlut, jafnvirði tæplega 2.300 íslenskra króna. Samkvæmt því er virði OMX-kauphallarinnar rúmir 270 milljarðar króna. Til samanburðar hjóðar tilboð Nasdaq upp á 210 sænskar krónur á hlut. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Forsvarsmenn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq hvetja hluthafa í norrænu OMX-kauphallarsamstæðunni til að halda að sér höndum þrátt fyrir að kauphöllin í Dubaí hafi lagt fram hærra yfirtökutilboð í norræna markaðinn í dag. Kauphöllin í Dubaí lagði fram tilboð upp á fjóra milljarða bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 270 milljarða íslenskra króna, í OMX-samstæðuna í morgun. Samstæðan rekur kauphallir víða á Norðurlöndunum, þar á meðal hér, og í Eystrasaltsríkjunum. Fréttastofa Reuters hefur eftir forsvarsmönnum Nasdaq að þótt tilboð kauphallarinnar í Dubaí hljóði upp á 300 milljónir bandaríkjadala meira en Nasdaq hafi boðið þá ættu hluthafar að standa óhaggaðir og vísa til þess að þegar samruni kauphallanna gangi í gegn fái þeir 28 prósent í sameinuðu félagi. Þá er sömuleiðis stefnt að því að skera niður kostnað um 150 milljónir dala á ári gangi samruninn í gegn, að þeirra sögn. Þá hefur Reuters eftir forsvarsmönnum Nasdaq að þeir eigi í viðræðum við stjórn OMX-samstæðunnar vegna tilboðsins.Í tilkynningu frá Kauphöllinni í Dubai í dag segir að hún ráði nú þegar yfir rúmlega fjórðungshlut í OMX. Tilboð kauphallarinnar í OMX hljóðar upp á 230 sænskar krónur á hlut, jafnvirði tæplega 2.300 íslenskra króna. Samkvæmt því er virði OMX-kauphallarinnar rúmir 270 milljarðar króna. Til samanburðar hjóðar tilboð Nasdaq upp á 210 sænskar krónur á hlut.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent