Sveiflukenndur dagur á Wall Street 21. ágúst 2007 21:12 Ben Bernanke, Seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Mynd/ AFP Bandarískar hlutabréfavísitölur enduðu bæði í plús og mínus eftir nokkuð sveiflukenndan dag á hlutabréfamarkaði vestanhafs í dag. Þótt sérfræðingar telji enn of snemmt að segja til um hvort jafnvægi sé komið á fjármálamarkaði telja þeir líklegt að seðlabanki Bandaríkjanna þurfi ekki að lækka stýrivexti til að bregðast við niðursveiflunni. Nasdaq-vísitalan hækkaði um 0,5 prósent en Dow Jones-vísitalan lækkaði um 0,23 prósent. Fréttaveitan Bloomberg bendir á fjárfestar hafi þrýst mjög á seðlabankann að hann lækkaði stýrivexti úr 5,25 prósentum til að gera fjármálafyrirtækjum vestanhafs lífið léttara. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur hins vegar staðið fast á sínu og sagt, að slíkt verði einungis gert sjá hann vísbendingar um að draga sé úr verðbólgu. Bankinn hefur eftir sem áður beitt sér í því að minnka álagið, svo sem með því að gefa fjármálafyrirtækjum kost á að sækja sér lán með lægri vöxtum en venjulega auk þess sem hann lækkaði daglánavexti á föstudag. Við það tóku fjármálamarkaði kipp. Bankinn setti aukið fjármagn inn á bandarískan fjármálamarkað í dag en heildarsumman sem bankinn hefur varið í aðgerðina á viku stendur í rúmum hundrað milljörðum dala. Bloomberg segir að dregið hafi úr taugatitringi á fjármálamörkuðum eftir talsverða niðursveiflu síðustu daga og geti seðlabankinn komist hjá því að bregðast við óróanum með lækkun stýrivaxta fyrr en áætlað er. Næsti stýrivaxtafundur seðlabankans er 18. september næstkomandi. Bernanke og Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, funduðu um hræringar á fjármálamörkuðum í dag. Ráðherrann sagði að fundinum loknum að fjárfestar ættu að sýna þolinmæði. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandarískar hlutabréfavísitölur enduðu bæði í plús og mínus eftir nokkuð sveiflukenndan dag á hlutabréfamarkaði vestanhafs í dag. Þótt sérfræðingar telji enn of snemmt að segja til um hvort jafnvægi sé komið á fjármálamarkaði telja þeir líklegt að seðlabanki Bandaríkjanna þurfi ekki að lækka stýrivexti til að bregðast við niðursveiflunni. Nasdaq-vísitalan hækkaði um 0,5 prósent en Dow Jones-vísitalan lækkaði um 0,23 prósent. Fréttaveitan Bloomberg bendir á fjárfestar hafi þrýst mjög á seðlabankann að hann lækkaði stýrivexti úr 5,25 prósentum til að gera fjármálafyrirtækjum vestanhafs lífið léttara. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur hins vegar staðið fast á sínu og sagt, að slíkt verði einungis gert sjá hann vísbendingar um að draga sé úr verðbólgu. Bankinn hefur eftir sem áður beitt sér í því að minnka álagið, svo sem með því að gefa fjármálafyrirtækjum kost á að sækja sér lán með lægri vöxtum en venjulega auk þess sem hann lækkaði daglánavexti á föstudag. Við það tóku fjármálamarkaði kipp. Bankinn setti aukið fjármagn inn á bandarískan fjármálamarkað í dag en heildarsumman sem bankinn hefur varið í aðgerðina á viku stendur í rúmum hundrað milljörðum dala. Bloomberg segir að dregið hafi úr taugatitringi á fjármálamörkuðum eftir talsverða niðursveiflu síðustu daga og geti seðlabankinn komist hjá því að bregðast við óróanum með lækkun stýrivaxta fyrr en áætlað er. Næsti stýrivaxtafundur seðlabankans er 18. september næstkomandi. Bernanke og Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, funduðu um hræringar á fjármálamörkuðum í dag. Ráðherrann sagði að fundinum loknum að fjárfestar ættu að sýna þolinmæði.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira