Hlutabréf hækka í Evrópu og Asíu 30. ágúst 2007 09:07 Maður virðir fyrir sér upplýsingaskilti við kauphöllina í Tókýó í Japan. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Asíu í dag. Þetta er í takti við hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær en fjárfestar vestanhafs segja auknar líkur á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti í september til að bregðast við aðstæðum á fjármálamarkaði. Hlutabréfavísitölur ytra lækkuðu nokkuð á mánudag og þriðjudag þar sem greiningarfyrirtæki spáðu því að samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði gæti komið niuðr á afkomu stærstu fjármálafyrirtækja í heimi sem hafi fjárfest í bandarískum fasteignalánasöfnum. Þá hafa verið blikur á lofti að einkaneysla gæti dregist saman í Bandaríkjunum en það gæti komið niður á hagvexti í landinu og jafnvel smitað út frá sér. Þrátt fyrir þetta hefur Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, ekkert sagt til um hvort vextirnir verði lækkaðir að öðru leyti en því að bankinn sé tilbúinn til að bregðast við þreningnum á markaðnum. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað um tæpt prósent það sem af er dags, þýska Dax-vísitalan um tæp 0,5 prósent og franska Cac-40 vísitalan hefur hækkað um rúm 1,2 prósent. Norðurlöndin hafa ekki farið varhluta af hækkuninni. Þannig hefur hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi hækkað um tæp tvö prósent og C20-vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hækkað um tæp 0,8 prósent. Þá hækkaði Nikkei-vísitalan um 0,9 prósent við lokun markaða í Japan í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Asíu í dag. Þetta er í takti við hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær en fjárfestar vestanhafs segja auknar líkur á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti í september til að bregðast við aðstæðum á fjármálamarkaði. Hlutabréfavísitölur ytra lækkuðu nokkuð á mánudag og þriðjudag þar sem greiningarfyrirtæki spáðu því að samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði gæti komið niuðr á afkomu stærstu fjármálafyrirtækja í heimi sem hafi fjárfest í bandarískum fasteignalánasöfnum. Þá hafa verið blikur á lofti að einkaneysla gæti dregist saman í Bandaríkjunum en það gæti komið niður á hagvexti í landinu og jafnvel smitað út frá sér. Þrátt fyrir þetta hefur Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, ekkert sagt til um hvort vextirnir verði lækkaðir að öðru leyti en því að bankinn sé tilbúinn til að bregðast við þreningnum á markaðnum. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað um tæpt prósent það sem af er dags, þýska Dax-vísitalan um tæp 0,5 prósent og franska Cac-40 vísitalan hefur hækkað um rúm 1,2 prósent. Norðurlöndin hafa ekki farið varhluta af hækkuninni. Þannig hefur hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi hækkað um tæp tvö prósent og C20-vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hækkað um tæp 0,8 prósent. Þá hækkaði Nikkei-vísitalan um 0,9 prósent við lokun markaða í Japan í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira