Viðskipti erlent

Framleiðni í heiminum mest í Noregi

Óli Tynes skrifar
Frá Osló.
Frá Osló.
Norðmenn eru á toppnum í framleiðni meðal þjóða heims, samkvæmt rannsókn Alþjóða vinnumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þar er miðað við vinnu per klukkustund. Norðmenn eru talsvert ofar en Bandaríkjamenn og Frakkar, sem koma næst á eftir þeim. Bandaríkjamenn vinna hinsvegar flestar klukkustundir á ári.

Reiknað í bandarískum dollurum er framleiðni Norðmanna 37,99 dollarar á klukkustund. Bandaríkjamenn koma þar næstir með 35,63 dollara á klukkustund. Í þriðja sæti eru svo Frakkar með 35,08 dollara á klukkustund.

Á heimsvísu segir Alþjóða vinnumálastofnunin að framleiðni hafi almennt aukist á síðustu tíu árum. Þó er enn mikið bil á milli iðnríkjanna og þróunarlanda. Bilið er þó farið að minnka í Suður-Asíu, Austur-Asíu og Mið- og suðaustur Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×