Auðvelt hjá Arsenal 19. september 2007 20:35 Fabregas fagnar marki sínu fyrir Arsenal í kvöld NordicPhotos/GettyImages Manchester United og Arsenal unnu góða sigra í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar 8 leikir fóru fram í riðlakeppninni. United vann sanngjarnan 1-0 útisigur á Sporting í Lissabon. Arsenal lagði Sevilla 3-0 en Inter tapaði nokkuð óvænt 1-0 fyrir Fenerbahce í Tyrklandi. Það var fyrrum leikmaður Sporting, Cristiano Ronaldo, sem skoraði markið sem skildi að í Portúgal. Markið kom á 62. mínútu en aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki sérlega góðar á blautum og lausum vellinum. Ronaldo skoraði sigurmarkið með skalla eftir sendingu frá Wes Brown, en hélt fagnaðarlátum sínum í lágmarki af virðingu við áhorfendur sem hylltu hann áður en hann gekk í raðir Manchester United. Edwin van der Sar hafði þó nóg að gera í marki United og verði í tvígang mjög vel frá Liedson og Tonel. Arsenal-menn tóku Sevilla í kennslustund á Emirates. Cesc Fabregas kom liðinu yfir þegar skot hans hrökk af varnarmanni og í netið. Robin Van Persie bætti við öðru marki á 69. mínútu og það var svo Eduardo da Silva sem gerði út um leikinn með marki í uppbótartíma. Cesc Fabregas var að öðrum ólöstuðum maður leiksins en hann lagði upp tvö mörk í leiknum og skoraði eitt sjálfur. Sevilla-liðið byrjaði leikinn í kvöld ágætlega, en heimamenn voru númeri of stórir með ungt og skemmtilegt lið sitt í kvöld. Rangers vann góðan sigur á Stuttgart í E-riðli. Gomes náði forystu fyrir þýska liðið á 56. mínútu en Adam og Darcheville tryggðu Skotunum sigurinn. Barcelona vann sannfærandi sigur á Lyon í hinum leiknum í riðlinum. Fyrsta markið var sjálfsmark í fyrri hálfleik og þeir Messi og Henry skoruðu tvö mörk á síðustu 8 mínútunum sem tryggðu spænska liðinu sigur. Í F-riðli vann Roma 2-0 sigur á Dynamo Kiev með mörkum frá Perotta og Totti og United lagði Sporting 1-0 á útivelli. Í G-riðli vann PSV góðan 2-1 sigur á CSKA Moskvu. Lazovic og Perez skoruðu fyrir PSV en Vagner Love minnkaði muninn fyrir Rússana í lokin. Þá vann tyrkneska liðið Fenerbahce óvæntan 1-0 sigur á Ítalíumeisturum Inter. Í H-riðlinum vann svo Arsenal öruggan 3-0 sigur á Sevilla og þá vann Slavia Prag 2-1 sigur á Steua Búkarest. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Manchester United og Arsenal unnu góða sigra í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar 8 leikir fóru fram í riðlakeppninni. United vann sanngjarnan 1-0 útisigur á Sporting í Lissabon. Arsenal lagði Sevilla 3-0 en Inter tapaði nokkuð óvænt 1-0 fyrir Fenerbahce í Tyrklandi. Það var fyrrum leikmaður Sporting, Cristiano Ronaldo, sem skoraði markið sem skildi að í Portúgal. Markið kom á 62. mínútu en aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki sérlega góðar á blautum og lausum vellinum. Ronaldo skoraði sigurmarkið með skalla eftir sendingu frá Wes Brown, en hélt fagnaðarlátum sínum í lágmarki af virðingu við áhorfendur sem hylltu hann áður en hann gekk í raðir Manchester United. Edwin van der Sar hafði þó nóg að gera í marki United og verði í tvígang mjög vel frá Liedson og Tonel. Arsenal-menn tóku Sevilla í kennslustund á Emirates. Cesc Fabregas kom liðinu yfir þegar skot hans hrökk af varnarmanni og í netið. Robin Van Persie bætti við öðru marki á 69. mínútu og það var svo Eduardo da Silva sem gerði út um leikinn með marki í uppbótartíma. Cesc Fabregas var að öðrum ólöstuðum maður leiksins en hann lagði upp tvö mörk í leiknum og skoraði eitt sjálfur. Sevilla-liðið byrjaði leikinn í kvöld ágætlega, en heimamenn voru númeri of stórir með ungt og skemmtilegt lið sitt í kvöld. Rangers vann góðan sigur á Stuttgart í E-riðli. Gomes náði forystu fyrir þýska liðið á 56. mínútu en Adam og Darcheville tryggðu Skotunum sigurinn. Barcelona vann sannfærandi sigur á Lyon í hinum leiknum í riðlinum. Fyrsta markið var sjálfsmark í fyrri hálfleik og þeir Messi og Henry skoruðu tvö mörk á síðustu 8 mínútunum sem tryggðu spænska liðinu sigur. Í F-riðli vann Roma 2-0 sigur á Dynamo Kiev með mörkum frá Perotta og Totti og United lagði Sporting 1-0 á útivelli. Í G-riðli vann PSV góðan 2-1 sigur á CSKA Moskvu. Lazovic og Perez skoruðu fyrir PSV en Vagner Love minnkaði muninn fyrir Rússana í lokin. Þá vann tyrkneska liðið Fenerbahce óvæntan 1-0 sigur á Ítalíumeisturum Inter. Í H-riðlinum vann svo Arsenal öruggan 3-0 sigur á Sevilla og þá vann Slavia Prag 2-1 sigur á Steua Búkarest.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira