Deutsche Bank í krísu vegna óróleikans 20. september 2007 16:07 Forstjóri þýska bankans Deutsche Bank stígur úr pontu. Bankinn verður að afskrifa 56 milljarða vegna óróleika á fjármálamörkuðum. Mynd/AFP Þýski bankinn Deutsche Bank hefur tilkynnt að hann muni þurfa að færa verðmæti fjármögnunarsamninga niður um allt að 625 milljónir evra, jafnvirði tæpra 56 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi vegna mistaka sem bankinn gerði á uppgangstímum á fjármálamörkuðum sem lauk með lánsfjárkreppu í síðustu mánuðum. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans í dag segir að bankinn hafi upplýst um það 4. september síðastliðinn að hann hefði gert samninga um fjármögnun skuldsettra yfirtaka fyrirtækja fyrir 29 milljarða evra. Vandræði á fjármálamörkuðum vegna ótryggra húsnæðislána í Bandaríkjunum og dýrari fjármögnun rýra verðmæti samninga hins vegar verulega. Þá hefur bankinn sömuleiðis hætt við að fjölga starfsmönnum bankans um sex prósent. Þá gera flestir ráð fyrir því að Deutsche Bank komi verst út úr húsnæðislánavandanum í Bandaríkjunum af evrópsku bönkunum, að sögn greiningardeilda Landsbankans. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þýski bankinn Deutsche Bank hefur tilkynnt að hann muni þurfa að færa verðmæti fjármögnunarsamninga niður um allt að 625 milljónir evra, jafnvirði tæpra 56 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi vegna mistaka sem bankinn gerði á uppgangstímum á fjármálamörkuðum sem lauk með lánsfjárkreppu í síðustu mánuðum. Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans í dag segir að bankinn hafi upplýst um það 4. september síðastliðinn að hann hefði gert samninga um fjármögnun skuldsettra yfirtaka fyrirtækja fyrir 29 milljarða evra. Vandræði á fjármálamörkuðum vegna ótryggra húsnæðislána í Bandaríkjunum og dýrari fjármögnun rýra verðmæti samninga hins vegar verulega. Þá hefur bankinn sömuleiðis hætt við að fjölga starfsmönnum bankans um sex prósent. Þá gera flestir ráð fyrir því að Deutsche Bank komi verst út úr húsnæðislánavandanum í Bandaríkjunum af evrópsku bönkunum, að sögn greiningardeilda Landsbankans.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira