Frekara tap vegna fasteignalána 6. október 2007 10:37 Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch gerir ráð fyrir því að bankinn skili tapi á þriðja ársfjórðungi vegna tapaðra fasteignalána í Bandaríkjunum. Gangi spáin eftir verður þetta í fyrsta sinn sem bankinn skilar tapi í sex ár. Tap bankans í tengslum við afskriftir svokallaðra bandarískra undirmálslána, sem einstaklingar með litla greiðslugetu fá í Bandaríkjunum, nemur 5,5 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 335 milljarða íslenskra króna.Áður en niðursveifla í tengslum við fasteignalánin skall á fjármálamarkaði seint í júlí var gert ráð fyrir því að bankinn myndi skila hagnaði upp á 1,43 dali á hlut á fjórðungnum. Nú er hins vegar reiknað með að tapið nemi allt að 50 sentum á hlut, sem er talsverður viðsnúningur frá fyrri spá. Það er fjarri að Merrill Lynch sé eini bankinn vestanhafs til að verða fyrir skakkaföllum af völdum tapaðra fasteignaútlána. Hinir bankarnir eru Citigroup, Credit Suisse og UBS.Fjármálasérfræðingar segja í samtali við breska ríkisútvarpið í dag að líklega eigi enn fleiri bankar og fjármálastofnanir eftir að greina frá verri afkomu vegna vandamála tengdum bandarískum fasteignalánamarkaði. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch gerir ráð fyrir því að bankinn skili tapi á þriðja ársfjórðungi vegna tapaðra fasteignalána í Bandaríkjunum. Gangi spáin eftir verður þetta í fyrsta sinn sem bankinn skilar tapi í sex ár. Tap bankans í tengslum við afskriftir svokallaðra bandarískra undirmálslána, sem einstaklingar með litla greiðslugetu fá í Bandaríkjunum, nemur 5,5 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 335 milljarða íslenskra króna.Áður en niðursveifla í tengslum við fasteignalánin skall á fjármálamarkaði seint í júlí var gert ráð fyrir því að bankinn myndi skila hagnaði upp á 1,43 dali á hlut á fjórðungnum. Nú er hins vegar reiknað með að tapið nemi allt að 50 sentum á hlut, sem er talsverður viðsnúningur frá fyrri spá. Það er fjarri að Merrill Lynch sé eini bankinn vestanhafs til að verða fyrir skakkaföllum af völdum tapaðra fasteignaútlána. Hinir bankarnir eru Citigroup, Credit Suisse og UBS.Fjármálasérfræðingar segja í samtali við breska ríkisútvarpið í dag að líklega eigi enn fleiri bankar og fjármálastofnanir eftir að greina frá verri afkomu vegna vandamála tengdum bandarískum fasteignalánamarkaði.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira