Viðskipti erlent

Hefnd þróunarlandanna

Þinghúsið í Washington. Þar er fundur Alþjóða gjaldeyrissjóðsins haldinn.
Þinghúsið í Washington. Þar er fundur Alþjóða gjaldeyrissjóðsins haldinn.

Það er ekki ólíklegt að það hafi ískrað kátínan í fulltrúum þriðja heims landa á fundi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem hófst í Washington í gær. Ofarlega á dagskrá var nefnilega að krefjast þess að sjóðurinn hefði betra eftirlit með iðnríkjunum í framtíðinni.

Ástæðan fyrir þeirri kröfu er auðvitað húsnæðislánahrunið sem hófst í Bandaríkjunum og breiddist út til Evrópu. Breska ríkisstjórnin þurfti að grípa í taumana til þess að bankar í Bretlandi færu ekki á hausinn. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur sagt að þetta kunni að veikja efnahagsþróun í heiminum.

Það er óneitanlega vandræðalegt fyrir gestgjafaríki fundarins að það skuli hafa verið afhjúpaðir slíkir veikleikar í banka- og fjármálakerfi þess. Þetta er alvarlegasta alþjóðlega kreppa sem upp hefur komið síðan hrunið varð í Asíu árið 1997.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur í áravís veifað fingri framan í stjórnvöld í hinum fátækari ríkjum heims. Til Washington mættu hinsvegar fulltrúar hinna fátæku með sameiginlega kröfu um að sjóðurinn beini kastljósi sínu að Bandaríkjunum og öðrum auðugum iðnríkjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×