Dregur úr væntingum vestanhafs 27. nóvember 2007 15:32 Bandarískir neytendur eru svartsýnni en markaðsaðilar gerðu ráð fyrir. Mynd/AFP Væntingavísitala neytenda í Bandaríkjunum mælist 87,3 stig í þessum mánuði samanborið við 95,2 í síðasta mánuði. Þetta er tæpum þremur stigum meiri lækkun en markaðsaðilar höfðu reiknað með. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan fellibylurinn Katarína reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna í október fyrir tveimur árum. Inn í þverrandi væntingar nú spilar hækkandi olíuverð samhliða horfum á áframhaldandi samdrætti á fasteignamarkaði í skugga verra aðgengis að lánsfé nú en áður, að sögn fréttaveitu Bloomberg. Bloomberg hefur eftir markaðsaðilum að þetta geti verið vísbending um að draga muni úr einkaneyslu í Bandaríkjunum allt fram á næsta ár. Þetta gæti þrýst á að bandaríski seðlabankinn verði að lækka stýrivexti frekar. Gengi það eftir væri það þvert á yfirlýsingar seðlabankans, að sögn Bloomberg. Niðurstöðurnar virðast ekki hafa haft mikil áhrif á gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum, sem lækkaði talsvert í gær. Að sögn bandarískra fjölmiðla vegur þyngra að Citigroup, einn stærsti banki landsins, tryggði sér fjármögnun með sölu á 4,9 prósenta hlut til fjárfestingasjóðs í Abu Dhabí, sem greint var frá í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Væntingavísitala neytenda í Bandaríkjunum mælist 87,3 stig í þessum mánuði samanborið við 95,2 í síðasta mánuði. Þetta er tæpum þremur stigum meiri lækkun en markaðsaðilar höfðu reiknað með. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan fellibylurinn Katarína reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna í október fyrir tveimur árum. Inn í þverrandi væntingar nú spilar hækkandi olíuverð samhliða horfum á áframhaldandi samdrætti á fasteignamarkaði í skugga verra aðgengis að lánsfé nú en áður, að sögn fréttaveitu Bloomberg. Bloomberg hefur eftir markaðsaðilum að þetta geti verið vísbending um að draga muni úr einkaneyslu í Bandaríkjunum allt fram á næsta ár. Þetta gæti þrýst á að bandaríski seðlabankinn verði að lækka stýrivexti frekar. Gengi það eftir væri það þvert á yfirlýsingar seðlabankans, að sögn Bloomberg. Niðurstöðurnar virðast ekki hafa haft mikil áhrif á gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum, sem lækkaði talsvert í gær. Að sögn bandarískra fjölmiðla vegur þyngra að Citigroup, einn stærsti banki landsins, tryggði sér fjármögnun með sölu á 4,9 prósenta hlut til fjárfestingasjóðs í Abu Dhabí, sem greint var frá í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira