Bubbi: Tvímælalaust bardagi ársins 6. desember 2007 15:25 Bubbi Morthens á von á frábærum bardaga um helgina Mynd/Gva Hnefaleikaáhugamenn um víða veröld bíða spenntir eftir risabardaga Ricky Hatton og Floyd Mayweather í Las Vegas aðfaranótt sunnudagsins. Vísir heyrði í Bubba Morthens og fékk hann til að spá í spilin. "Líkindareikningurinn segir okkur að Mayweather vinni bardagann en við eigum nú eftir að sjá hvað setur. Þetta veltur allt á því hvernig Hatton leggur bardagann upp. Ef hann sækir beint að Mayweather lendir hann í vandræðum, en ef Hatton kemur að honum frá hægri og vinstri og sækir að honum með vinklum eins og hann gerði á móti Kostya Tszyu, á hann góða möguleika. Mayweather lenti í svona sókn á móti Luis Castillo og tapaði í rauninni þeim bardaga, svo hann kann illa við það," sagði Bubbi. Heppinn gegn De la Hoya "Mayweather þolir ekki svona pressu og hann lenti í slíkri pressu í bardaganum á móti De la Hoya. Þar var hann að tapa, en De la Hoya fjaraði út í síðustu sex lotunum eftir að hafa verið mikið betri í þeim fyrstu. Þetta segir okkur að hann hefur kannski svo mikið á sinni könnu að hann er ekki alveg nógu einbeittur - eða þá að hann er bara svo góður að hann getur gert það sem hann þarf til að vinna." Rosalegur bardagi "Ég held að þetta verði rosalegur bardagi og gott ef hann fer ekki í tólf lotur. Ef maður á að fara eftir bókinni, á Mayweather að vera líklegri, en þetta eru tveir menn með svo ólíka stíla að þetta gæti átt eftir að verða sýning. Mayweather og De la Hoya voru með svo líkan stíl að sá bardagi varð ekki eins skemmtilegur." Mayweather á topp 50 Mayweather hefur verið drjúgur við að gefa út yfirlýsingar um eigið ágæti undanfarið og kallar sig besta boxara í heimi. Er Bubbi sammála því? "Ég myndi setja hann á topp 50 yfir bestu boxara allra tíma pund fyrir pund. Ekki mikið ofar. Það eru engir smá kallar á þeim lista og það er fínt að ná inn á þann lista. Ef hann vinnur nokkra menn í röð á borð við Hatton, gæti hann farið ofar. Hann gæti kannski átt erindi inn á topp 30-40." Hatton vanmetinn Ricky Hatton er átrúnaðargoð í heimalandi sínu Englandi, en hefur litla virðingu öðlast í Bandaríkjunum hingað til. Er Hatton vanmetinn eða ofmetinn boxari? "Ég myndi nú líklega frekar segja að hann væri vanmetinn - og það þá í Bandaríkjunum. Þannig var þetta með Lennox Lewis á sínum tíma. Hann öðlaðist mjög seint virðingu í Bandaríkjunum." En hvað gerir sá sem tapar bardaganum á laugardaginn? "Það fer alveg eftir því hvernig bardaginn verður. Ef þetta verður knappur sigur getur vel verið að þeir mætist aftur. Ég tel meiri líkur á því að Mayweather hætti hugsanlega eftir þennan bardaga frekar en Hatton," sagði Bubbi að lokum. Bardaginn verður sýndur beint á Sýn aðfaranótt sunnudagsins Box Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Sjá meira
Hnefaleikaáhugamenn um víða veröld bíða spenntir eftir risabardaga Ricky Hatton og Floyd Mayweather í Las Vegas aðfaranótt sunnudagsins. Vísir heyrði í Bubba Morthens og fékk hann til að spá í spilin. "Líkindareikningurinn segir okkur að Mayweather vinni bardagann en við eigum nú eftir að sjá hvað setur. Þetta veltur allt á því hvernig Hatton leggur bardagann upp. Ef hann sækir beint að Mayweather lendir hann í vandræðum, en ef Hatton kemur að honum frá hægri og vinstri og sækir að honum með vinklum eins og hann gerði á móti Kostya Tszyu, á hann góða möguleika. Mayweather lenti í svona sókn á móti Luis Castillo og tapaði í rauninni þeim bardaga, svo hann kann illa við það," sagði Bubbi. Heppinn gegn De la Hoya "Mayweather þolir ekki svona pressu og hann lenti í slíkri pressu í bardaganum á móti De la Hoya. Þar var hann að tapa, en De la Hoya fjaraði út í síðustu sex lotunum eftir að hafa verið mikið betri í þeim fyrstu. Þetta segir okkur að hann hefur kannski svo mikið á sinni könnu að hann er ekki alveg nógu einbeittur - eða þá að hann er bara svo góður að hann getur gert það sem hann þarf til að vinna." Rosalegur bardagi "Ég held að þetta verði rosalegur bardagi og gott ef hann fer ekki í tólf lotur. Ef maður á að fara eftir bókinni, á Mayweather að vera líklegri, en þetta eru tveir menn með svo ólíka stíla að þetta gæti átt eftir að verða sýning. Mayweather og De la Hoya voru með svo líkan stíl að sá bardagi varð ekki eins skemmtilegur." Mayweather á topp 50 Mayweather hefur verið drjúgur við að gefa út yfirlýsingar um eigið ágæti undanfarið og kallar sig besta boxara í heimi. Er Bubbi sammála því? "Ég myndi setja hann á topp 50 yfir bestu boxara allra tíma pund fyrir pund. Ekki mikið ofar. Það eru engir smá kallar á þeim lista og það er fínt að ná inn á þann lista. Ef hann vinnur nokkra menn í röð á borð við Hatton, gæti hann farið ofar. Hann gæti kannski átt erindi inn á topp 30-40." Hatton vanmetinn Ricky Hatton er átrúnaðargoð í heimalandi sínu Englandi, en hefur litla virðingu öðlast í Bandaríkjunum hingað til. Er Hatton vanmetinn eða ofmetinn boxari? "Ég myndi nú líklega frekar segja að hann væri vanmetinn - og það þá í Bandaríkjunum. Þannig var þetta með Lennox Lewis á sínum tíma. Hann öðlaðist mjög seint virðingu í Bandaríkjunum." En hvað gerir sá sem tapar bardaganum á laugardaginn? "Það fer alveg eftir því hvernig bardaginn verður. Ef þetta verður knappur sigur getur vel verið að þeir mætist aftur. Ég tel meiri líkur á því að Mayweather hætti hugsanlega eftir þennan bardaga frekar en Hatton," sagði Bubbi að lokum. Bardaginn verður sýndur beint á Sýn aðfaranótt sunnudagsins
Box Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Sjá meira