Á að Bakka við Húsavík? 27. febrúar 2008 05:45 Eigum við að vinna að búsetu í landinu öllu? Viljum við aukna verðmætasköpun til að standa undir velferðarsamfélagi með sama myndarbrag og verið hefur undanfarin ár? Ef við svörum þessum spurningum játandi þá er kjörið tækifæri til athafna um þessar mundir. Þrátt fyrir mikinn barlóm og umræður um samdrátt og yfirvofandi kreppu í samfélaginu þessa dagana þá finnast enn sem betur fer einstaklingar og fyrirtæki í landinu sem horfa til lengri tíma en nokkurra mánaða. Þeim er sammerkt að vilja nýta gögn og gæði þessa ágæta lands okkar til þess að stuðla að frekari framförum í samfélaginu. Samvinna Eyfirðinga, Þingeyinga og forsvarsmanna fyrirtækisins Alcoa um stóriðju að Bakka við Húsvík beinist að þessu marki. Eftir áratuga umræður og átök við stjórnvöld, innan héraðs og milli landshluta, tók bæjarstjórn Akureyrar af skarið árið 2004 og lýsti því yfir að hún gæti fallist á að Bakki við Húsavík yrði fyrsti kostur til skoðunar varðandi stóriðju uppbyggingu í landshlutanum. Alcoa og iðnaðarráðuneytið komu þá að þessu borði og miðað er við að starfsemi hefjist á Bakka árið 2012. Hvað mælir gegn því að Norðlendingar nýti landkosti fjórðungsins til þess að skapa sér og sínum betri búsetuskilyrði og bjartari framtíð? Hvað mælir gegn atvinnurekstri sem reistur er á grunni þeirra endurnýjanlegu auðlinda sem landið býr yfir? Þeim sem vinna gegn þessum áherslum norðanmanna ber að hafa eftirfarandi í huga: Á síðustu 10 árum hefur íbúum á svæðinu frá Húsavík til Raufarhafnar fækkað um 15%. Mest hefur fækkað í aldurshópnum 40 ára og yngri eða um 25% og því fylgir að sjálfsögðu veruleg fækkun barna á grunnskólaaldri. Samdráttur í fiskvinnslu og landbúnaði hefur verið viðvarandi allan þennan áratug og ekkert, ekkert, ekkert bendir til annars en sú þróun haldi að óbreyttu áfram í Þingeyjarsýslum. Ungur Húsvíkingur, Benedikt Þorri Sigurjónsson, hefur unnið kostnaðar – ábata greiningu fyrir sveitarsjóð Norðurþings þegar álver er risið á Húsavík. Niðurstöður hans leiða fram gríðarlega jákvæð áhrif þessa á efnahag bæjarfélagsins. Til viðbótar má svo nefna áhrif slíkrar uppbyggingar á launastig, eignamyndun og fólksfjölgun í byggðarlaginu. Mótmæli við áformum um uppbyggingu nýrrar atvinnu á Norðausturlandi er atlaga að búsetu í landinu, í þessum landshluta sérstaklega, ef ekki eru um leið sett fram önnur haldbær ráð til að vinna gegn þverrandi mætti byggðarinnar. Við sem höfum kosið að lifa og starfa á þessum hluta landsins hljótum að eiga þann sjálfsagða rétt að nýta gögn og gæði Íslands, okkur til framfærslu og í þjóðarþágu. Það á ekki að bakka í uppbyggingu álvers við Húsavík.Höfundur er 1. þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Eigum við að vinna að búsetu í landinu öllu? Viljum við aukna verðmætasköpun til að standa undir velferðarsamfélagi með sama myndarbrag og verið hefur undanfarin ár? Ef við svörum þessum spurningum játandi þá er kjörið tækifæri til athafna um þessar mundir. Þrátt fyrir mikinn barlóm og umræður um samdrátt og yfirvofandi kreppu í samfélaginu þessa dagana þá finnast enn sem betur fer einstaklingar og fyrirtæki í landinu sem horfa til lengri tíma en nokkurra mánaða. Þeim er sammerkt að vilja nýta gögn og gæði þessa ágæta lands okkar til þess að stuðla að frekari framförum í samfélaginu. Samvinna Eyfirðinga, Þingeyinga og forsvarsmanna fyrirtækisins Alcoa um stóriðju að Bakka við Húsvík beinist að þessu marki. Eftir áratuga umræður og átök við stjórnvöld, innan héraðs og milli landshluta, tók bæjarstjórn Akureyrar af skarið árið 2004 og lýsti því yfir að hún gæti fallist á að Bakki við Húsavík yrði fyrsti kostur til skoðunar varðandi stóriðju uppbyggingu í landshlutanum. Alcoa og iðnaðarráðuneytið komu þá að þessu borði og miðað er við að starfsemi hefjist á Bakka árið 2012. Hvað mælir gegn því að Norðlendingar nýti landkosti fjórðungsins til þess að skapa sér og sínum betri búsetuskilyrði og bjartari framtíð? Hvað mælir gegn atvinnurekstri sem reistur er á grunni þeirra endurnýjanlegu auðlinda sem landið býr yfir? Þeim sem vinna gegn þessum áherslum norðanmanna ber að hafa eftirfarandi í huga: Á síðustu 10 árum hefur íbúum á svæðinu frá Húsavík til Raufarhafnar fækkað um 15%. Mest hefur fækkað í aldurshópnum 40 ára og yngri eða um 25% og því fylgir að sjálfsögðu veruleg fækkun barna á grunnskólaaldri. Samdráttur í fiskvinnslu og landbúnaði hefur verið viðvarandi allan þennan áratug og ekkert, ekkert, ekkert bendir til annars en sú þróun haldi að óbreyttu áfram í Þingeyjarsýslum. Ungur Húsvíkingur, Benedikt Þorri Sigurjónsson, hefur unnið kostnaðar – ábata greiningu fyrir sveitarsjóð Norðurþings þegar álver er risið á Húsavík. Niðurstöður hans leiða fram gríðarlega jákvæð áhrif þessa á efnahag bæjarfélagsins. Til viðbótar má svo nefna áhrif slíkrar uppbyggingar á launastig, eignamyndun og fólksfjölgun í byggðarlaginu. Mótmæli við áformum um uppbyggingu nýrrar atvinnu á Norðausturlandi er atlaga að búsetu í landinu, í þessum landshluta sérstaklega, ef ekki eru um leið sett fram önnur haldbær ráð til að vinna gegn þverrandi mætti byggðarinnar. Við sem höfum kosið að lifa og starfa á þessum hluta landsins hljótum að eiga þann sjálfsagða rétt að nýta gögn og gæði Íslands, okkur til framfærslu og í þjóðarþágu. Það á ekki að bakka í uppbyggingu álvers við Húsavík.Höfundur er 1. þingmaður Norðausturkjördæmis.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun