Mynd af milljarðamæringi 12. mars 2008 00:01 Warren Buffett, sem verður 78 ára á árinu, hefur um nokkurra mánaða skeið leitað eftirmanns síns í forstjórastólinn.Markaðurinn/AFP MYND/AFP Warren Buffett fæddist í borginni Omaha í Nebraskaríki 30. ágúst árið 1930 og hefur alið allan sinn aldur í heimabænum. Buffett verður þessu samkvæmt 78 ára á þessu ári. Eins og fram kemur annars staðar á síðunni er hann síður en svo í eldri kantinum í hópi ríkustu manna heims. Buffett er tvígiftur. Fyrri eiginkona hans lést fyrir fjórum árum en þau höfðu verið gift frá árinu 1952. Þau höfðu hins vegar ekki búið saman frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar en eiga saman tvo syni og eina dóttur. Buffett giftist ástkonu sinni að eiginkonunni genginni fyrir tveimur árum. Vegur Buffetts hófst fyrir alvöru árið 1962 þegar fjárfestingarfélag hans hóf að kaupa bréf í bandaríska textílfyrirtækinu Berkshire Hathaway. Markmiðið var það sama og í dag – að kaupa bréf í fyrirtækjum sem Buffett taldi undir markaðsvirði og ættu mikið undir sér. Síðan skyldi halda þeim eins lengi og hægt væri. Hann tók við forstjórastólnum átta árum síðar og hefur setið þar alla tíð. Öldungurinn hefur hins vegar sagt kaupin þau verstu sem hann hafi gert. Ekki tókst að snúa rekstrinum við og breytti Buffett því fyrirtækinu smám saman í fjárfestingarfélag undir sama nafni. Hann hefur nú um nokkurra mánaða skeið leitað eftirmanns síns. Þótt Buffett hafi löngum þótt aðhaldssamur í fjármálum – hann hefur búið í sama húsinu í rúma hálfa öld og með tiltölulega lágar tekjur miðað við aðra forstjóra – hefur hann þótt afar gjafmildur þegar kemur að góðgerðarmálum. Sem dæmi ákvað hann um mitt ár 2006 að gefa góðgerðar- og félagasamtökum 80 prósenta hlutafjáreignar sinnar í Berkshire Hathaway á næstu árum. Stærstur hluti gjafarinnar rennur til sjóðs sem Bill Gates og eiginkona hans reka. Sjóðurinn berst gegn sjúkdómum og vinnur að aukinni menntun í þróunarríkjunum. Undir smásjánni Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Warren Buffett fæddist í borginni Omaha í Nebraskaríki 30. ágúst árið 1930 og hefur alið allan sinn aldur í heimabænum. Buffett verður þessu samkvæmt 78 ára á þessu ári. Eins og fram kemur annars staðar á síðunni er hann síður en svo í eldri kantinum í hópi ríkustu manna heims. Buffett er tvígiftur. Fyrri eiginkona hans lést fyrir fjórum árum en þau höfðu verið gift frá árinu 1952. Þau höfðu hins vegar ekki búið saman frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar en eiga saman tvo syni og eina dóttur. Buffett giftist ástkonu sinni að eiginkonunni genginni fyrir tveimur árum. Vegur Buffetts hófst fyrir alvöru árið 1962 þegar fjárfestingarfélag hans hóf að kaupa bréf í bandaríska textílfyrirtækinu Berkshire Hathaway. Markmiðið var það sama og í dag – að kaupa bréf í fyrirtækjum sem Buffett taldi undir markaðsvirði og ættu mikið undir sér. Síðan skyldi halda þeim eins lengi og hægt væri. Hann tók við forstjórastólnum átta árum síðar og hefur setið þar alla tíð. Öldungurinn hefur hins vegar sagt kaupin þau verstu sem hann hafi gert. Ekki tókst að snúa rekstrinum við og breytti Buffett því fyrirtækinu smám saman í fjárfestingarfélag undir sama nafni. Hann hefur nú um nokkurra mánaða skeið leitað eftirmanns síns. Þótt Buffett hafi löngum þótt aðhaldssamur í fjármálum – hann hefur búið í sama húsinu í rúma hálfa öld og með tiltölulega lágar tekjur miðað við aðra forstjóra – hefur hann þótt afar gjafmildur þegar kemur að góðgerðarmálum. Sem dæmi ákvað hann um mitt ár 2006 að gefa góðgerðar- og félagasamtökum 80 prósenta hlutafjáreignar sinnar í Berkshire Hathaway á næstu árum. Stærstur hluti gjafarinnar rennur til sjóðs sem Bill Gates og eiginkona hans reka. Sjóðurinn berst gegn sjúkdómum og vinnur að aukinni menntun í þróunarríkjunum.
Undir smásjánni Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira