Boston vann nauman sigur á Cleveland í fyrsta leik 7. maí 2008 09:23 Deildarmeistarar Boston Celtics unnu í nótt nauman 76-72 sigur á Cleveland í fyrsta leik liðanna í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni. Harður varnarleikur og barátta einkenndi leikinn og voru flestar stórstjörnunar langt frá sínu besta í sóknarleiknum. Lið Cleveland á eflaust eftir að líta til baka og naga sig í handabökin yfir þessum fyrsta leik ef liðið tapar einvíginu, því liðið var í góðri stöðu til að vinna leikinn. LeBron James átti einn versta leik sinn á ferlinum í sókninni og hitti aðeins 2 af 18 skotum utan af velli og tapaði 10 boltum. Hann fékk nokkur góð færi til að skora á síðustu andartökum leiksins, en boltinn vildi einfaldlega ekki ofan í körfuna. James hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í leiknum, en Zydrunas Ilgauskas var atkvæðamestur í Cleveland með 22 stig og 12 fráköst. Tölfræði leiksins Stórstjörnur Boston voru heldur ekki í essinu sínu í gær ef undan er skilinn Kevin Garnett sem skoraði 28 stig og hirti 8 fráköst. Paul Pierce hitti aðeins úr 2 af 14 skotum sínum og endaði með 4 stig og Ray Allen komst ekki á blað. Þetta var í fyrsta skipti síðan árið 1997 sem Allen skorar ekki stig í leik í NBA - eða í 852 leiki. "Þetta var eins og tveir þungavigtarboxarar að lumbra á hvor öðrum. Það voru engar stungur eða krúsídúllur í þessum leik - þetta var bara harður varnarleikur og slagsmál," sagði Kevin Garnett hjá Boston. LeBron James var ósáttur við eigin frammistöðu í leiknum, en hann hefur aðeins einu sinni áður á ferlinum skorað færri körfur utan af velli í leik í deildinni. "Ég klikkaði á mörgum skotum sem ég veit að ég get sett niður," sagði James og horfði ringlaður á tölfræðiskýrsluna eftir leikinn. "Ég var að klikka á sniðskotum - sniðskotum sem ég hef sett niður alla ævi." NBA Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Deildarmeistarar Boston Celtics unnu í nótt nauman 76-72 sigur á Cleveland í fyrsta leik liðanna í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni. Harður varnarleikur og barátta einkenndi leikinn og voru flestar stórstjörnunar langt frá sínu besta í sóknarleiknum. Lið Cleveland á eflaust eftir að líta til baka og naga sig í handabökin yfir þessum fyrsta leik ef liðið tapar einvíginu, því liðið var í góðri stöðu til að vinna leikinn. LeBron James átti einn versta leik sinn á ferlinum í sókninni og hitti aðeins 2 af 18 skotum utan af velli og tapaði 10 boltum. Hann fékk nokkur góð færi til að skora á síðustu andartökum leiksins, en boltinn vildi einfaldlega ekki ofan í körfuna. James hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í leiknum, en Zydrunas Ilgauskas var atkvæðamestur í Cleveland með 22 stig og 12 fráköst. Tölfræði leiksins Stórstjörnur Boston voru heldur ekki í essinu sínu í gær ef undan er skilinn Kevin Garnett sem skoraði 28 stig og hirti 8 fráköst. Paul Pierce hitti aðeins úr 2 af 14 skotum sínum og endaði með 4 stig og Ray Allen komst ekki á blað. Þetta var í fyrsta skipti síðan árið 1997 sem Allen skorar ekki stig í leik í NBA - eða í 852 leiki. "Þetta var eins og tveir þungavigtarboxarar að lumbra á hvor öðrum. Það voru engar stungur eða krúsídúllur í þessum leik - þetta var bara harður varnarleikur og slagsmál," sagði Kevin Garnett hjá Boston. LeBron James var ósáttur við eigin frammistöðu í leiknum, en hann hefur aðeins einu sinni áður á ferlinum skorað færri körfur utan af velli í leik í deildinni. "Ég klikkaði á mörgum skotum sem ég veit að ég get sett niður," sagði James og horfði ringlaður á tölfræðiskýrsluna eftir leikinn. "Ég var að klikka á sniðskotum - sniðskotum sem ég hef sett niður alla ævi."
NBA Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins