Mesta hrun síðan í kreppunni miklu 31. desember 2008 00:01 Ekki er laust við að súlurit yfir hreyfingu innan árs í Standard og Poors vísitölunni minni á skýjakljúfa í New York-borgar í Bandaríkjunum, eða jafnvel Hús verslunarinnar í Reykjavík. Öfgakennt hrun markaða á þessu ári endurspeglast glöggt í yfirliti yfir árssveiflu markaðsvísitölu Standard og Poor‘s í Bandaríkjunum, en þar eru til óslitin markaðsgögn allt frá árinu 1825. Í samanburðinum kemur fram að lækkun á einu ári hefur aðeins tvisvar áður verið ámóta og á þessu ári, en það var í heimskreppunni 1931 og svo 1937. Þessi ár nemur árslækkun vísitölunnar 30 til 50 prósentum. Fall á húsnæðismörkuðum, lausafjárkrísa og samdráttur um heim allan gera hins vegar að árið 2008 er með verstu árum frá upphafi. Í upphafi ársins var S&P 500 vísitalan 1.468,4 stig. Lágpunktur þessa árs var svo 20. nóvember síðastliðinn þegar hún fór í 806,9 stig og hafði þá lækkað um 45 prósent frá ársbyrjun. Núna undir blálok desember nam lækkunin um 41 prósenti og vísitalan stóð í um 870 stigum. Af þeim 183 árum sem mælingin nær til hefur árssveiflan í flestum tilvikum verið hækkun upp á núll til 10 prósent, eða í 45 ár. Þar á eftir kemur hækkun á bilinu tíu til tuttugu prósent, en sú hefur verið raunin í 36 árum tímabilsins. Lækkun frá núlli og í tíu prósent hefur svo orðið 29 ár af tímanum. Ef einvörðungu er horft til skiptingarinnar á milli hækkunar og lækkunar kemur í ljós að markaðir hafa frá 1825 hækkað oftar en þeir hafa lækkað, í 129 skipti á móti 55 lækkunarárum. Markaðir hafa sem sagt hækkað í sjö ár af hverjum tíu, þótt oftast hafi hækkunin verið hófleg. Hækkun frá 50 og upp í 60 prósent innan árs hefur ekki átt sér stað í nema 10 ár af þessum 184, en það eru um 5,4 prósent heildartímans. Sambærileg lækkun hefur átt sér stað þrisvar, en það eru um 1,6 prósent tímabilsins frá 1825.- óká Markaðir Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Öfgakennt hrun markaða á þessu ári endurspeglast glöggt í yfirliti yfir árssveiflu markaðsvísitölu Standard og Poor‘s í Bandaríkjunum, en þar eru til óslitin markaðsgögn allt frá árinu 1825. Í samanburðinum kemur fram að lækkun á einu ári hefur aðeins tvisvar áður verið ámóta og á þessu ári, en það var í heimskreppunni 1931 og svo 1937. Þessi ár nemur árslækkun vísitölunnar 30 til 50 prósentum. Fall á húsnæðismörkuðum, lausafjárkrísa og samdráttur um heim allan gera hins vegar að árið 2008 er með verstu árum frá upphafi. Í upphafi ársins var S&P 500 vísitalan 1.468,4 stig. Lágpunktur þessa árs var svo 20. nóvember síðastliðinn þegar hún fór í 806,9 stig og hafði þá lækkað um 45 prósent frá ársbyrjun. Núna undir blálok desember nam lækkunin um 41 prósenti og vísitalan stóð í um 870 stigum. Af þeim 183 árum sem mælingin nær til hefur árssveiflan í flestum tilvikum verið hækkun upp á núll til 10 prósent, eða í 45 ár. Þar á eftir kemur hækkun á bilinu tíu til tuttugu prósent, en sú hefur verið raunin í 36 árum tímabilsins. Lækkun frá núlli og í tíu prósent hefur svo orðið 29 ár af tímanum. Ef einvörðungu er horft til skiptingarinnar á milli hækkunar og lækkunar kemur í ljós að markaðir hafa frá 1825 hækkað oftar en þeir hafa lækkað, í 129 skipti á móti 55 lækkunarárum. Markaðir hafa sem sagt hækkað í sjö ár af hverjum tíu, þótt oftast hafi hækkunin verið hófleg. Hækkun frá 50 og upp í 60 prósent innan árs hefur ekki átt sér stað í nema 10 ár af þessum 184, en það eru um 5,4 prósent heildartímans. Sambærileg lækkun hefur átt sér stað þrisvar, en það eru um 1,6 prósent tímabilsins frá 1825.- óká
Markaðir Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira