Hlutabréfaverð hrundi í Kauphöllinni í New York strax eftir opnun viðskipta. Verðfallið nam nærri 1000 punktum á fyrstu tíu mínútum, en til samanburðar má geta þess að stærsta fall á einum degi var 777 punktar fyrir tveimur vikum.
Óttast er að stór gjaldþrotahrina sé í vændum í Bandaríkjunum, en meðal annars er talið að bílaframleiðandinn General Motors, stærsti bílaframleiðandi heims, rambi nú á barmi gjaldþrots.
Skömmu fyrir opnun markaða lýsti dr Nouriel Roubini, hagfræðingur við New York háskóla því yfir í viðtali við Bloomberg að alvarleg hætta væri á verðlækkanir síðustu daga breyttust í raunverulegt hrun og að alvarleg heimskreppa skylli á ef stjórnvöld grípa ekki til róttækra aðgerða hið fyrsta.