Dollar sjaldan sterkari 4. september 2008 00:01 Gengi Bandaríkjadals gagnvart krónu hefur ekki verið hærra í tæp sex ár. „Efnahagslífið í Bandaríkjunum gaf fyrr eftir en á evrusvæðinu. Það skýrir að hluta styrkingu Bandaríkjadals nú,“ segir Tómas Brynjólfsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans. Gengi Bandaríkjadals fór yfir 85 íslenskar krónur í gær. Gengi sem þetta hefur ekki sést síðan seint í desember 2002 þegar dalurinn var að koma niður úr methæðum. Hæst fór gengið í 110,39 krónum í nóvember árið 2001. Tómas bendir á að Bandaríkjadalur hafi verið að sækja í sig veðrið gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum síðustu daga eftir veikingu frá fyrrahausti. Á móti hafi evran staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið og því hafi mátt búast við að eðlilegt væri að hún gæfi eitthvað eftir. Nýlegar tölur sem sýna hraða veikingu hagkerfis evrusvæðisins hafa aukið þrýstinginn. Krónan hefur á móti veikst um rúm 25 prósent frá áramótum. Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir því að hún muni haldast veik áfram, við 155 stigin, fram á næsta vor. Hún stóð í rúmum 160 stigum í gær. Þróunin hefur haft sitt að segja um verð á innfluttum vörum frá Bandaríkjunum. Átta gígabita iPod-tónlistarspilari sem kostaði 25 þúsund krónur í nóvember í fyrra í Apple-versluninni kostar nú tæpar 33 þúsund krónur. Munurinn nemur 32 prósentum. - jab Markaðir Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
„Efnahagslífið í Bandaríkjunum gaf fyrr eftir en á evrusvæðinu. Það skýrir að hluta styrkingu Bandaríkjadals nú,“ segir Tómas Brynjólfsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans. Gengi Bandaríkjadals fór yfir 85 íslenskar krónur í gær. Gengi sem þetta hefur ekki sést síðan seint í desember 2002 þegar dalurinn var að koma niður úr methæðum. Hæst fór gengið í 110,39 krónum í nóvember árið 2001. Tómas bendir á að Bandaríkjadalur hafi verið að sækja í sig veðrið gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum síðustu daga eftir veikingu frá fyrrahausti. Á móti hafi evran staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið og því hafi mátt búast við að eðlilegt væri að hún gæfi eitthvað eftir. Nýlegar tölur sem sýna hraða veikingu hagkerfis evrusvæðisins hafa aukið þrýstinginn. Krónan hefur á móti veikst um rúm 25 prósent frá áramótum. Greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir því að hún muni haldast veik áfram, við 155 stigin, fram á næsta vor. Hún stóð í rúmum 160 stigum í gær. Þróunin hefur haft sitt að segja um verð á innfluttum vörum frá Bandaríkjunum. Átta gígabita iPod-tónlistarspilari sem kostaði 25 þúsund krónur í nóvember í fyrra í Apple-versluninni kostar nú tæpar 33 þúsund krónur. Munurinn nemur 32 prósentum. - jab
Markaðir Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent