Körfubolti

Kobe Bryant fékk flest atkvæði í úrvalslið NBA

Kobe Bryant og félagar verða í beinni á Stöð 2 Sport í nótt klukkan eitt
Kobe Bryant og félagar verða í beinni á Stöð 2 Sport í nótt klukkan eitt NordcPhotos/GettyImages

Í gær var tilkynnt hvaða leikmenn hefðu verið valdir í úrvalslið NBA deildarinnar í vetur. Kobe Bryant, nýkjörinn verðmætasti leikmaður ársins, fékk fullt hús atkvæða í fyrsta úrvalslið deildarinnar.

Það er nefnd 127 fjölmiðlamanna frá Bandaríkjunum og Kanada sem stendur að valinu á ári hverju og allir sem höfðu atkvæðisrétt settu Kobe Bryant í fyrsta úrvalslið.

Fyrsta liðið skipuðu auk Bryant þeir LeBron James, Chris Paul, Kevin Garnett og Dwight Howard.

Rétt er að minna NBA áhugafólk á að Kobe Bryant verður einmitt í sviðsljósinu í úrslitakeppni NBA í nótt þegar lið hans LA Lakers sækir Utah Jazz heim í þriðja leik liðanna. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan eitt eftir miðnætti. Lakers hefur 2-0 forystu í einvíginu.

Smelltu hér til að lesa meira um kjörið og taka þátt í umræðum á NBA Blogginu á Vísi.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×