NBA í nótt: LeBron kláraði Boston Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. febrúar 2008 09:16 LeBron James gat leyft sér að brosa eftir sigurinn á Boston. Nordic Photos / Getty Images LeBron James sýndi mátt sinn og megin er hann leiddi lið sitt, Cleveland, til sigurs gegn meistaraefnunum í Boston, 114-113. James skoraði 33 stig í leiknum, gaf tólf stoðsendingar og tók níu fráköst. Zydrunas Ilgauskas var einnig öflugur en hann var með 21 stig og tíu fráköst. Þá skoraði Larry Hughes átján stig og gaf sex stoðsendingar. Boston var með tveggja stiga forystu í hálfleik, 66-64, en ekkert lið hafði skorað svo mörg stig í fyrri hálfleik gegn Cleveland allt tímabilið. Cleveland var með tveggja stiga forystu þegar tæp mínúta var til leiksloka og Boston var með boltann. Þá lét Rajon Rondo hins vegar Daniel Gibson stela boltanum af sér og í kjölfarið fékk Ilgauskas tvö vítaskot sem hann nýtti bæði. Þar með var munurinn orðinn fjögur stig og aðeins fimmtán sekúndur til leiksloka. James Posey skoraði úr þriggja stiga skoti í blálokin en nær komst Boston ekki. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston með 24 stig en Rondo gerði 20 stig í leiknum. Pau Gasol í leik LA Lakers og New Jersey í nótt.Nordic Photos / Getty Images LA Lakers vann fimmtán stiga sigur á New Jersey, 105-90. Pau Gasol lék sinn fyrsta leik með Lakers eftir að hann kom þangað frá Memphis í síðustu viku og átti gríðarlega góðan leik. Hann skoraði 24 stig og tók tólf fráköst. Enginn hefur skorað meira í sínum fyrsta leik með Lakers síðan að Magic Johnson skoraði 26 í fyrsta leik sínum árið 1979. Kobe Bryant skoraði minna en tíu stig í leik í meira en ár en hann skoraði sex stig. Reyndar verður að koma einnig fram að síðustu þrjá leikhluta leiksins var litli fingur hans á hægri hendi farinn úr lið. Derek Fisher var þó stigahæsti leikmaður Lakers með 28 stig en stigahæstur hjá New Jersey var Vince Carter sem skoraði 27 stig. San Antonio vann stóran sigur á Indiana, 116-89, í nótt en Tim Duncan skoraði nítján stig og tók fimmtán fráköst í leiknum. Þetta var sjöundi tapleikur Indiana í röð. Philadelphia vann Washington þökk sé 17-0 spretti í fjórða leikhluta, 101-96. Þá vann Milwaukee lið Memphis á útivelli, 102-97, en Mo Williams var með 32 stig og sjö stoðsendingar fyrir Milwaukee. Staðan í deildinni NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
LeBron James sýndi mátt sinn og megin er hann leiddi lið sitt, Cleveland, til sigurs gegn meistaraefnunum í Boston, 114-113. James skoraði 33 stig í leiknum, gaf tólf stoðsendingar og tók níu fráköst. Zydrunas Ilgauskas var einnig öflugur en hann var með 21 stig og tíu fráköst. Þá skoraði Larry Hughes átján stig og gaf sex stoðsendingar. Boston var með tveggja stiga forystu í hálfleik, 66-64, en ekkert lið hafði skorað svo mörg stig í fyrri hálfleik gegn Cleveland allt tímabilið. Cleveland var með tveggja stiga forystu þegar tæp mínúta var til leiksloka og Boston var með boltann. Þá lét Rajon Rondo hins vegar Daniel Gibson stela boltanum af sér og í kjölfarið fékk Ilgauskas tvö vítaskot sem hann nýtti bæði. Þar með var munurinn orðinn fjögur stig og aðeins fimmtán sekúndur til leiksloka. James Posey skoraði úr þriggja stiga skoti í blálokin en nær komst Boston ekki. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston með 24 stig en Rondo gerði 20 stig í leiknum. Pau Gasol í leik LA Lakers og New Jersey í nótt.Nordic Photos / Getty Images LA Lakers vann fimmtán stiga sigur á New Jersey, 105-90. Pau Gasol lék sinn fyrsta leik með Lakers eftir að hann kom þangað frá Memphis í síðustu viku og átti gríðarlega góðan leik. Hann skoraði 24 stig og tók tólf fráköst. Enginn hefur skorað meira í sínum fyrsta leik með Lakers síðan að Magic Johnson skoraði 26 í fyrsta leik sínum árið 1979. Kobe Bryant skoraði minna en tíu stig í leik í meira en ár en hann skoraði sex stig. Reyndar verður að koma einnig fram að síðustu þrjá leikhluta leiksins var litli fingur hans á hægri hendi farinn úr lið. Derek Fisher var þó stigahæsti leikmaður Lakers með 28 stig en stigahæstur hjá New Jersey var Vince Carter sem skoraði 27 stig. San Antonio vann stóran sigur á Indiana, 116-89, í nótt en Tim Duncan skoraði nítján stig og tók fimmtán fráköst í leiknum. Þetta var sjöundi tapleikur Indiana í röð. Philadelphia vann Washington þökk sé 17-0 spretti í fjórða leikhluta, 101-96. Þá vann Milwaukee lið Memphis á útivelli, 102-97, en Mo Williams var með 32 stig og sjö stoðsendingar fyrir Milwaukee. Staðan í deildinni
NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins