Svartsýni í Bandaríkjunum 25. mars 2008 16:08 Væntingar bandarískra neytenda um stöðu og horfur efnahagsmála hafa ekki verið dræmari í fimm ár, samkvæmt nýrri könnun. Helstu gengisvísitölur vestanhafs lækkuðu lítillega í kjölfarið eftir mikla hækkun síðustu daga. Fjárfestar eru engu að síður bjartsýnir eftir að JP Morgan hækkaði tilboð sitt í Bear Stearns. Inn í væntingar neytenda spila miklar verðhækkanir, verðlækkun á fasteignamarkaði og svartsýni um vinnumarkaðinn en atvinnuleysi jókst í síðasta mánuði. Þá er óttast að samdráttarskeið hafi runnið upp. Væntingarvísitalan mælist nú 64,5 stig en var 76,4 stig. Markaðsaðilar höfðu spáð því að vísitalan myndi fara í 73,0 stig. Vísitalan hefur ekki verið lægri í fimm ár, eða nokkrum dögum fyrir innrás bandaríska hersins inn í Írak í mars árið 2003. Bandaríski hagfræðingurinn Bernard Baumohl segir í samtali við fréttastofuna Associated Press ekki útlit fyrir að bjartara verði yfir bandarískum neytendum fyrr en um mitt á í fyrsta lagi. Þá muni aðgerðir ríkisstjórnarinnar skila sér í vasa landsmanna, að hans mati. Fjárfestar vestanhafs voru afar bjartsýnir á að mesta hretinu á hlutabréfamarkaði væri lokið fyrir páska enda tóku vísitölur kipp upp á við og hafa hækkað nær sleitulítið fram til nú þegar þær tóku að lækka. Mestu munar um að bandaríski fjárfestingarbankinn JP Morgan býður nú 10 dali á hlut í Bear Stearns í stað tveggja dala áður. Gengi bréfa í Bear Stearns rauk upp í kjölfarið, úr um fjórum dölum á hlut í rúma tíu. Hlutabréfavísitölur hafa sveiflast nokkuð eftir að væntingarvísitalan var birt í dag. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 0,21 prósent en Nasdaq-vísitalan hækkað um 0,22 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Væntingar bandarískra neytenda um stöðu og horfur efnahagsmála hafa ekki verið dræmari í fimm ár, samkvæmt nýrri könnun. Helstu gengisvísitölur vestanhafs lækkuðu lítillega í kjölfarið eftir mikla hækkun síðustu daga. Fjárfestar eru engu að síður bjartsýnir eftir að JP Morgan hækkaði tilboð sitt í Bear Stearns. Inn í væntingar neytenda spila miklar verðhækkanir, verðlækkun á fasteignamarkaði og svartsýni um vinnumarkaðinn en atvinnuleysi jókst í síðasta mánuði. Þá er óttast að samdráttarskeið hafi runnið upp. Væntingarvísitalan mælist nú 64,5 stig en var 76,4 stig. Markaðsaðilar höfðu spáð því að vísitalan myndi fara í 73,0 stig. Vísitalan hefur ekki verið lægri í fimm ár, eða nokkrum dögum fyrir innrás bandaríska hersins inn í Írak í mars árið 2003. Bandaríski hagfræðingurinn Bernard Baumohl segir í samtali við fréttastofuna Associated Press ekki útlit fyrir að bjartara verði yfir bandarískum neytendum fyrr en um mitt á í fyrsta lagi. Þá muni aðgerðir ríkisstjórnarinnar skila sér í vasa landsmanna, að hans mati. Fjárfestar vestanhafs voru afar bjartsýnir á að mesta hretinu á hlutabréfamarkaði væri lokið fyrir páska enda tóku vísitölur kipp upp á við og hafa hækkað nær sleitulítið fram til nú þegar þær tóku að lækka. Mestu munar um að bandaríski fjárfestingarbankinn JP Morgan býður nú 10 dali á hlut í Bear Stearns í stað tveggja dala áður. Gengi bréfa í Bear Stearns rauk upp í kjölfarið, úr um fjórum dölum á hlut í rúma tíu. Hlutabréfavísitölur hafa sveiflast nokkuð eftir að væntingarvísitalan var birt í dag. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um 0,21 prósent en Nasdaq-vísitalan hækkað um 0,22 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira