Airbus kannar möguleika tengda áliðnaði Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. maí 2009 09:00 ér má sjá farþegaþotu Airbus í samsetningu í höfuðstöðvum félagsins í Toulouse í Frakklandi. Almennt má gera ráð fyrir að flugvélar séu í notkun í 25 til 35 ár. Næstu tvo áratugi er gert ráð fyrir að úrelda yfir 6.000 vélar. Markaðurinn/ÓKÁ Flugvélaframleiðandinn Airbus horfir sérstaklega til möguleika í sambýli íhlutaframleiðslu og niðurrifsverksmiðja félagsins við álframleiðslu. Bruno Costes, framkvæmdastjóri umhverfismála og iðnsamhæfingar hjá Airbus, segir að í öllum þáttum framleiðslunnar sé horft til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. „Þetta snýst ekki um trjágróður og plöntur. Umhverfisskilvirkni [e. Eco-Efficiency] snýst um stjórnunarhætti á viðskiptalegum grunni. Félagið sýnir umhverfisábyrgð sem um leið skilar auknum hagnaði og samfélagslegum ávinningi," segir hann. Félagið hefur tekið inn í stefnumótun og starfsemi nokkuð sem kallað er heildstæð sýn á líftíma flugvéla. Öll hönnun á að miða við að draga úr umhverfisáhrifum, allt frá framleiðslu vélanna og samsetningu til úreldingar og niðurrifs. Costes bendir á að á fyrir árið 2026 endi um 6.400 flugvélar lífdaga sína, eftir áratuga þjónustu í flugiðnaði. Því þurfi að huga sérstaklega að umhverfisþáttum þegar komi að niðurrifi og endurnýtingu. Hingað til hafi ónýtar flugvélar oft verið látnar grotna niður í „flugvélakirkjugörðum" en með nýrri áætlun Airbus sem nefnist PAMELA (e. Process of Advanced Management of End of Life of Aircraft) sé gert ráð fyrir að endurnýta megi allt að 85 prósent efnis ónýtra flugvéla. Til þess að draga úr flutningi með flugvélahluta og þar með úr útblæstri í vinnsluferlinu segir Costes það samrýmast umhverfisstefnu Airbus (og móðurfélagsins EADS) að staðsetja verksmiðjur og vinnslustöðvar félagsins þar sem stutt sé í aðföng. Samsetning, niðurrif og íhlutaframleiðsla flugvéla fari vel í sambýli við álbræðslur, þar sem dregið sé úr ferðalögum með efnivið. „Með því fæst vistvæn hagræðing, þar sem dregið er bæði úr útblæstri og kostnaði." Unnið hefur verið að þróun PAMELA-verkefnisins við Tarbes-flugvöll í Frakklandi til þess að búa til viðmið um bestu framkvæmd í niðurrifi flugvéla. Í framhaldinu segir Costes verið að grafast fyrir um möguleika á samstarfi við iðnfyrirtæki þar sem það kunni að henta. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir möguleikann á samstarfi við flugvélaframleiðanda á borð við Airbus ekki hafa verið skoðaðan formlega hjá félaginu. „En við höfum verið opin fyrir möguleikum til frekari úrvinnslu," segir hann og nefnir sem dæmi fyrirætlanir um að reisa álkaplaverksmiðju austur á fjörðum. „Margir hafa sýnt því áhuga að byggja upp frekari verðmætasköpun með úrvinnslu á áli sem hér er framleitt. Við tökum jákvætt í allar slíkar umleitanir, þótt framleiðsla fyrir flugvélaiðnað hafi ekki verið skoðuð sérstaklega." Tómas Már segir að þótt margir hafi verið áhugasamir um að koma á framleiðslu á vörum úr áli í tengslum við verksmiðju félagsins á Reyðarfirði skipti miklu máli hversu langt framleiðslan sé frá öllum mörkuðum. „Flutningarnir eru erfiðasti pósturinn fyrir hvern þann sem ætlar að koma upp einhverri slíkri starfsemi, þótt ég efist ekki um að hægt sé að finna starfsemi sem fellur að aðstæðum hér." Mest lesið Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Airbus horfir sérstaklega til möguleika í sambýli íhlutaframleiðslu og niðurrifsverksmiðja félagsins við álframleiðslu. Bruno Costes, framkvæmdastjóri umhverfismála og iðnsamhæfingar hjá Airbus, segir að í öllum þáttum framleiðslunnar sé horft til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. „Þetta snýst ekki um trjágróður og plöntur. Umhverfisskilvirkni [e. Eco-Efficiency] snýst um stjórnunarhætti á viðskiptalegum grunni. Félagið sýnir umhverfisábyrgð sem um leið skilar auknum hagnaði og samfélagslegum ávinningi," segir hann. Félagið hefur tekið inn í stefnumótun og starfsemi nokkuð sem kallað er heildstæð sýn á líftíma flugvéla. Öll hönnun á að miða við að draga úr umhverfisáhrifum, allt frá framleiðslu vélanna og samsetningu til úreldingar og niðurrifs. Costes bendir á að á fyrir árið 2026 endi um 6.400 flugvélar lífdaga sína, eftir áratuga þjónustu í flugiðnaði. Því þurfi að huga sérstaklega að umhverfisþáttum þegar komi að niðurrifi og endurnýtingu. Hingað til hafi ónýtar flugvélar oft verið látnar grotna niður í „flugvélakirkjugörðum" en með nýrri áætlun Airbus sem nefnist PAMELA (e. Process of Advanced Management of End of Life of Aircraft) sé gert ráð fyrir að endurnýta megi allt að 85 prósent efnis ónýtra flugvéla. Til þess að draga úr flutningi með flugvélahluta og þar með úr útblæstri í vinnsluferlinu segir Costes það samrýmast umhverfisstefnu Airbus (og móðurfélagsins EADS) að staðsetja verksmiðjur og vinnslustöðvar félagsins þar sem stutt sé í aðföng. Samsetning, niðurrif og íhlutaframleiðsla flugvéla fari vel í sambýli við álbræðslur, þar sem dregið sé úr ferðalögum með efnivið. „Með því fæst vistvæn hagræðing, þar sem dregið er bæði úr útblæstri og kostnaði." Unnið hefur verið að þróun PAMELA-verkefnisins við Tarbes-flugvöll í Frakklandi til þess að búa til viðmið um bestu framkvæmd í niðurrifi flugvéla. Í framhaldinu segir Costes verið að grafast fyrir um möguleika á samstarfi við iðnfyrirtæki þar sem það kunni að henta. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir möguleikann á samstarfi við flugvélaframleiðanda á borð við Airbus ekki hafa verið skoðaðan formlega hjá félaginu. „En við höfum verið opin fyrir möguleikum til frekari úrvinnslu," segir hann og nefnir sem dæmi fyrirætlanir um að reisa álkaplaverksmiðju austur á fjörðum. „Margir hafa sýnt því áhuga að byggja upp frekari verðmætasköpun með úrvinnslu á áli sem hér er framleitt. Við tökum jákvætt í allar slíkar umleitanir, þótt framleiðsla fyrir flugvélaiðnað hafi ekki verið skoðuð sérstaklega." Tómas Már segir að þótt margir hafi verið áhugasamir um að koma á framleiðslu á vörum úr áli í tengslum við verksmiðju félagsins á Reyðarfirði skipti miklu máli hversu langt framleiðslan sé frá öllum mörkuðum. „Flutningarnir eru erfiðasti pósturinn fyrir hvern þann sem ætlar að koma upp einhverri slíkri starfsemi, þótt ég efist ekki um að hægt sé að finna starfsemi sem fellur að aðstæðum hér."
Mest lesið Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira