Útrásarvíkingarnir sjást ekki á Íslandi 13. apríl 2009 10:38 Útrásarvíkingarnir voru eitt sinn hetjur á Íslandi, hetjur sem færðu landinu stolt um leið og þeir keyptu upp eignir í Bretlandi og víða um Evrópu. En fall bankanna og krónunnar hefur lækkað rostann í þessu litla landi. Þúsundir íslendinga hafa tapað ævisparnaðinum, atvinnuleysi er komið yfir 9% og stýrivextir daðra við 18%. Mótmæli hafa fellt ríkisstjórnina og bankastjóra seðlabankans. Með þessum orðum hefst grein eftir Rowena Mason í breska blaðinu Daily Telagraph í dag. Í greininni er fjallað um ástandið á Íslandi og þar er sagt að eftir fall stóru bankanna þriggja sé fjármálalífið í molum og fyrrum hetjur þjóðarinnar standi frammi fyrir erfiðum spurningum sem þeir verði að svara. Margir þessara manna séu nú útskúfaðir og Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs komi meðal annars fram í áróðursmyndbandi á Youtube þar sem stefið úr myndinni Godfather sé leikið undir. Jón Ásgeir hafi ekki sést á Íslandi undanfarið og í síðasta mánuði hafi hann meðal annars sagt: „Ég kem aftur". Næsta dag hafi skopmyndir á íslenskum fréttasíðum á netinu varað fólk við fellibylnum Jón Ásgeir komi hann aftur til landsins. Aðrir víkingar, þar á meðal Lýður og Ágúst Guðmundssynir, bræðurnir á bak við Kaupþing, og Björgólfur Thor og Björgóflur eldri sem stóðu að baki Landsbankanum, hafi ekki sés á götum Reykjavíkur eftir fallið. Embætti sérstaks saksóknara um bankahrunið hafi verið stofnað sem hafi fengið mikla fjárveitingu. Síðan er sagt frá því að Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hafi sagt margt lílkt með ástandinu hér á landi og hinu fallna Enron í Bandaríkjunum. Embætti sérstaks saksóknara er sagt hafa vaxið gríðarlega eða úr fjórum starfsmönnum upp í tuttugu. Ein af mörgum sláandi staðreyndum er sögð sú að næstum helmingurinn af öllum lánum íslensku bankanna hafi farið í eignarhaldsfélög, sem mörg hver eru tengd þessum sömu bönkum. Síðan er vitnað í útvarpsviðtal þar sem Arnór Sighvatsson aðstoðar seðlabankastjóri sagði: „Lánadrottnar bankanna hræðast að það hafi verið alltof mikið af stórum lánum sem fóru til fyrirtækja tengdum eigendum bankanna." Síðan er sagt frá því að stjórnmálamenn og menn úr viðskiptalífinu sem hafi haldið fjölmiðlunum í gíslingu séu smátt og smátt að missa völdin. Einn af þeim sem hafi hvað mest gagnrýnt þetta sé Björn Bjarnason fyrrum dómsmálaráðherra sem hafi setið í ríkisstjórn þegar kerfið hrundi. „Ég hef skrifað mikið um vandamálin í fjármálalífnu síðustu fjórtán árin, og sumt af því get ég aðeins borið saman við Enron. Fyrirtækin hér á landi hafa spilað leik, þar sem fjölmiðlar hafa tekið þátt í að láta þá líta vel út. Það eina sem við getum vonað er að erlendir fjölmiðlar fari að átta sig á því hvað var hér í gangi." Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira
Útrásarvíkingarnir voru eitt sinn hetjur á Íslandi, hetjur sem færðu landinu stolt um leið og þeir keyptu upp eignir í Bretlandi og víða um Evrópu. En fall bankanna og krónunnar hefur lækkað rostann í þessu litla landi. Þúsundir íslendinga hafa tapað ævisparnaðinum, atvinnuleysi er komið yfir 9% og stýrivextir daðra við 18%. Mótmæli hafa fellt ríkisstjórnina og bankastjóra seðlabankans. Með þessum orðum hefst grein eftir Rowena Mason í breska blaðinu Daily Telagraph í dag. Í greininni er fjallað um ástandið á Íslandi og þar er sagt að eftir fall stóru bankanna þriggja sé fjármálalífið í molum og fyrrum hetjur þjóðarinnar standi frammi fyrir erfiðum spurningum sem þeir verði að svara. Margir þessara manna séu nú útskúfaðir og Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs komi meðal annars fram í áróðursmyndbandi á Youtube þar sem stefið úr myndinni Godfather sé leikið undir. Jón Ásgeir hafi ekki sést á Íslandi undanfarið og í síðasta mánuði hafi hann meðal annars sagt: „Ég kem aftur". Næsta dag hafi skopmyndir á íslenskum fréttasíðum á netinu varað fólk við fellibylnum Jón Ásgeir komi hann aftur til landsins. Aðrir víkingar, þar á meðal Lýður og Ágúst Guðmundssynir, bræðurnir á bak við Kaupþing, og Björgólfur Thor og Björgóflur eldri sem stóðu að baki Landsbankanum, hafi ekki sés á götum Reykjavíkur eftir fallið. Embætti sérstaks saksóknara um bankahrunið hafi verið stofnað sem hafi fengið mikla fjárveitingu. Síðan er sagt frá því að Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hafi sagt margt lílkt með ástandinu hér á landi og hinu fallna Enron í Bandaríkjunum. Embætti sérstaks saksóknara er sagt hafa vaxið gríðarlega eða úr fjórum starfsmönnum upp í tuttugu. Ein af mörgum sláandi staðreyndum er sögð sú að næstum helmingurinn af öllum lánum íslensku bankanna hafi farið í eignarhaldsfélög, sem mörg hver eru tengd þessum sömu bönkum. Síðan er vitnað í útvarpsviðtal þar sem Arnór Sighvatsson aðstoðar seðlabankastjóri sagði: „Lánadrottnar bankanna hræðast að það hafi verið alltof mikið af stórum lánum sem fóru til fyrirtækja tengdum eigendum bankanna." Síðan er sagt frá því að stjórnmálamenn og menn úr viðskiptalífinu sem hafi haldið fjölmiðlunum í gíslingu séu smátt og smátt að missa völdin. Einn af þeim sem hafi hvað mest gagnrýnt þetta sé Björn Bjarnason fyrrum dómsmálaráðherra sem hafi setið í ríkisstjórn þegar kerfið hrundi. „Ég hef skrifað mikið um vandamálin í fjármálalífnu síðustu fjórtán árin, og sumt af því get ég aðeins borið saman við Enron. Fyrirtækin hér á landi hafa spilað leik, þar sem fjölmiðlar hafa tekið þátt í að láta þá líta vel út. Það eina sem við getum vonað er að erlendir fjölmiðlar fari að átta sig á því hvað var hér í gangi."
Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Sjá meira