Viðskipti erlent

Svaraði fyrir milljóna dala bónusgreiðslur

Andrew Cuomo, saksóknari í New York fylki, sagði fyrr í vikunni að hæstu bónusgreiðslunum yrði skilað.
Andrew Cuomo, saksóknari í New York fylki, sagði fyrr í vikunni að hæstu bónusgreiðslunum yrði skilað.
Einn stjórnenda AIG, trygginga- og fjárfestingafélagsins, varði ákvörðun félagsins um að greiða starfsmönnum 165 milljónir bandaríkjadala í bónusgreiðslur. Hann sagði að greiðslurnar hefðu verið nauðsynlegar til þess að halda starfsfólki í vinnu. Maðurinn, sem heitir Stephen L. Blake og er mannauðsstjóri hjá AIG sagði jafnframt að bónusgreiðslurnar hefðu verið ákveðnar í fyrra, áður en stjórnvöld ákváðu að veita fyrirtækinu ríkisaðstoð upp á 165 milljarða bandaríkjadala.

Andrew Cuomo, saksóknari í New York fylki, sagði fyrr í vikunni að þeir fimmtán starfsmenn sem fengu hæstu bónusana frá bandaríska trygginga- og fjárfestingafélaginu AIG hafi samþykkt að skila þeim til baka. Um er að ræða 30 milljónir bandaríkjadala af þeim 165 sem félagið greiddi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×