Viðskipti erlent

Debenhams og Arcadia slást um Principles

Debenhams og Arcadia, sem er í eigu sir Philip Green, eru líklegustu aðilarnir til að festa kaup á heildsöluna Principles sem er í eigu Mosaic Fashions.

Þetta kemur fram í frétt á Timesonline í dag. Sem stendur eru vörur Principles seldar að stórum hluta í verslunum Debenhams, eða fyrir um 30 milljónir punda á ári, og þykir Debenhams því standa betur að vígi en Philip Green.

Green átti Principles áður en seldi félagið frá sér árið 2002. Times segir að Green sé í startholunum fari svo að Principles verði sett á "brunaútsölu".

Debenhams hefur fullan hug á að eignast Principles og mun vera tilbúið til að borga töluvert hátt verð fyrir enda myndu slík kaup falla vel að rekstri Debenhams.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×