Þrotabú Lehman reynir að losa sig við úranbirgðir bankans Guðjón Helgason skrifar 16. apríl 2009 12:37 Lehman bankinn sýslaði við ýmislegt að því er virðist. Skiptastjórar gjaldþrota bankans Lehman Brothers reyna nú að koma í verð töluverðu af úrani sem er í eigu bankans. Talið er að hægt sé að nota úranið til að smíða eitt stykki kjarnorkusprengju. Bankinn eignaðist úranið þegar hann tók yfir hrávörusamning. Um sé að ræða nærri tvö hundruð og þrjátíu þúsund kíló af efninu sem sérfræðingar segja að dugi í kjarnorkusprengju eða til að keyra kjarnaofn í eitt ár sé nýjasta tækni í auðgun efnisins notuð. Talið er að hægt sé að fá tuttugu milljónir bandaríkjadala fyrir svo mikið af úrani á markaði í dag. Það eru rúmlega tveir og hálfur milljarður íslenskra króna. Talið er að Lehman Brothers skuldi enn um tvö hundruð milljarða dala, jafnvirði um tuttugu og fimm þúsund milljörðum króna, og það þó búið sé að borga fjölmörgum skuldareigendum. Skiptastjórar vilji því bíða með að selja úranið þar til hægt verði að fá meira fyrir það. Verð á úrani hefur lækkað um rúmlega fjórðung síðasta hálfa árið vegna offramboðs á markaði sem er lokaður. Bloomberg hefur eftir sérfræðingi í viðskiptum vogunarsjóða að margir slíkir hafi brennt sig á viðskiptum með úran. Ekki sé jafn auðvelt að versla með það eins og á opnum markaði með kopar. Úran er yfirleitt selt í gegnum sérhæfða miðlara eða beint til námafyrirtækja eða kjarnorkuvera. Þeir sem sjá um viðskipti með úran þurfa leyfi til þess og ríkisstjórnir ríkja gefa þau út. Þannig er fjöldi kaupenda og seljenda mjög takmarkaður. Lehman fékk leyfi til viðskipta með úran aðeins mánuði fyrir gjaldþrot bankans í haust. Framkvæmdastjóri Lehman segir í samtali við Bloomberg að megnið af úraninu sé geymt í vöruhúsi í Kanada. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Skiptastjórar gjaldþrota bankans Lehman Brothers reyna nú að koma í verð töluverðu af úrani sem er í eigu bankans. Talið er að hægt sé að nota úranið til að smíða eitt stykki kjarnorkusprengju. Bankinn eignaðist úranið þegar hann tók yfir hrávörusamning. Um sé að ræða nærri tvö hundruð og þrjátíu þúsund kíló af efninu sem sérfræðingar segja að dugi í kjarnorkusprengju eða til að keyra kjarnaofn í eitt ár sé nýjasta tækni í auðgun efnisins notuð. Talið er að hægt sé að fá tuttugu milljónir bandaríkjadala fyrir svo mikið af úrani á markaði í dag. Það eru rúmlega tveir og hálfur milljarður íslenskra króna. Talið er að Lehman Brothers skuldi enn um tvö hundruð milljarða dala, jafnvirði um tuttugu og fimm þúsund milljörðum króna, og það þó búið sé að borga fjölmörgum skuldareigendum. Skiptastjórar vilji því bíða með að selja úranið þar til hægt verði að fá meira fyrir það. Verð á úrani hefur lækkað um rúmlega fjórðung síðasta hálfa árið vegna offramboðs á markaði sem er lokaður. Bloomberg hefur eftir sérfræðingi í viðskiptum vogunarsjóða að margir slíkir hafi brennt sig á viðskiptum með úran. Ekki sé jafn auðvelt að versla með það eins og á opnum markaði með kopar. Úran er yfirleitt selt í gegnum sérhæfða miðlara eða beint til námafyrirtækja eða kjarnorkuvera. Þeir sem sjá um viðskipti með úran þurfa leyfi til þess og ríkisstjórnir ríkja gefa þau út. Þannig er fjöldi kaupenda og seljenda mjög takmarkaður. Lehman fékk leyfi til viðskipta með úran aðeins mánuði fyrir gjaldþrot bankans í haust. Framkvæmdastjóri Lehman segir í samtali við Bloomberg að megnið af úraninu sé geymt í vöruhúsi í Kanada.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira