Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu í uppsveiflu

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað töluvert í þessari viku og er nú að nálgast 60 dollara á tunnuna. Norðursjávarolían er komin í 57,70 dollara tunnan og hefur hækkað um 1,5 dollara eða tæp 3% í dag. Fyrir síðustu helgi var verðið í kringum 50 dollara á tunnuna.

Samkvæmt frétt á vefsíðunni e24.no er uppsveiflan sökum þess að jákvæð stemming ríkir nú á markaðinum með meiri áhættusækni en áður. Torbjörn Kjus greinandi hjá DnB Nor segir að olíuverðið hækki einnig í takt við almennar hækkanir í kauphöllum heimsins.

Kjus reiknar með að olíuverðið muni halda áfram að hækka út þetta ár og hann spáir því að verðið verði komið í um 70 dollara á tunnuna um næstu áramót.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×