Citigroup ræður Willem Buiter sem aðalhagfræðing bankans 1. desember 2009 08:25 Citigroup bankinn í New York hefur ráðið Willem Buiter í stöðu aðalhagfræðings síns og mun Buiter hefja störf í janúar á næsta ári. Buiter er giftur Anne Sibert sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands og hann hefur haldið fyrirlestra hérlendis um efnahagsmál auk þekktra skýrsluskrifa.Buiter starfar sem prófessor í hagfræði við London School of Economics og er þekktur fyrir að vera aldrei að skafa utan af hlutunum í álitum sínum á mönnum og málefnum, að því er segir í ítarlegri frétt á Bloomberg fréttaveitunni um ráðningu hans.Citigroup er að 34% í eigu hins opinbera í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá bankanum um ráðningu Buiter segir m.a. að Buiter sé einn af virtustu hagfræðingum heimsins með mikla þekkingu á alþjóðamörkuðum einkum meðal nýmarkaðsríkja. Hann muni verða ómetanlegur starfskraftur fyrir viðskiptavini bankans.Ráðning Buiter vekur athygli í ljósi orða sem hann lét falla á bloggi sínu í apríl s.l. um að Citigroup væri samsafn af verstu starfsháttum yfir allt fjármálasviðið. Í júní bloggaði hann svo um að ráðning Winfred „Win" Bischoff fyrrum stjórnarformanns Citigroup til að stjórna skýrslugerð um framtíð alþjóðaviðskipta á sviði fjármála í Bretlandi væri versta ráðning heimssögunnar síðan að Caligula gerði hest sinn að ræðismanni í Róm.Skýrslan sem að framan greinir um íslensk efnahagsmál var skrifuð af Buiter og konu hans í sameiningu í upphafi síðasta árs. Hún var lengi leyniplagg í kerfinu hérlendis en samkvæmt henni stefndi í hrun íslenska fjármálakerfisins eins og síðar varð staðreynd. Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Citigroup bankinn í New York hefur ráðið Willem Buiter í stöðu aðalhagfræðings síns og mun Buiter hefja störf í janúar á næsta ári. Buiter er giftur Anne Sibert sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands og hann hefur haldið fyrirlestra hérlendis um efnahagsmál auk þekktra skýrsluskrifa.Buiter starfar sem prófessor í hagfræði við London School of Economics og er þekktur fyrir að vera aldrei að skafa utan af hlutunum í álitum sínum á mönnum og málefnum, að því er segir í ítarlegri frétt á Bloomberg fréttaveitunni um ráðningu hans.Citigroup er að 34% í eigu hins opinbera í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá bankanum um ráðningu Buiter segir m.a. að Buiter sé einn af virtustu hagfræðingum heimsins með mikla þekkingu á alþjóðamörkuðum einkum meðal nýmarkaðsríkja. Hann muni verða ómetanlegur starfskraftur fyrir viðskiptavini bankans.Ráðning Buiter vekur athygli í ljósi orða sem hann lét falla á bloggi sínu í apríl s.l. um að Citigroup væri samsafn af verstu starfsháttum yfir allt fjármálasviðið. Í júní bloggaði hann svo um að ráðning Winfred „Win" Bischoff fyrrum stjórnarformanns Citigroup til að stjórna skýrslugerð um framtíð alþjóðaviðskipta á sviði fjármála í Bretlandi væri versta ráðning heimssögunnar síðan að Caligula gerði hest sinn að ræðismanni í Róm.Skýrslan sem að framan greinir um íslensk efnahagsmál var skrifuð af Buiter og konu hans í sameiningu í upphafi síðasta árs. Hún var lengi leyniplagg í kerfinu hérlendis en samkvæmt henni stefndi í hrun íslenska fjármálakerfisins eins og síðar varð staðreynd.
Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira