Viðskipti erlent

Hróarskelduhátíð veitir Íslendingum og Svíum neyðarhjálp

Aðstandendur Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku leita nú leiða til að veita Íslendingum og Svíum neyðarhjálp í tengslum við hátíðina næsta sumar.

Samkvæmt frétt um málið í metroXpress er ætlunin að athuga hvort ekki sé hægt að bjóða þeim Íslendingum og Svíum sem vilja koma á hátíðina í ár upp á ókeypis flug og rútuferðir.

Ástæðan fyrir þessu eru að fjármálakreppan hefur leikið Ísland og Svíþjóð svo grátt að þar er almenningur með mun minna fé milli handana en áður.

Esben Danielsen talsmaður hátíðarinnar segir að ekki sé hægt að gefa Íslendingum og Svíum sérstakan afslátt af aðgöngumiðum á hátíðina þar sem megnið af miðunum eru seldir á netinu.

Í staðinn eru nú viðræður í gangi við flug- og rútufélög um að þau flytji gesti frá löndunum tveimur frítt á hátíðina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×