Fjármálakreppan á Íslandi kemur við kaunin á Dönum 27. janúar 2009 13:50 Danskt efnahagslíf finnur verulega fyrir fjármálakeppunni á Íslandi. Danir telja að útflutningur þeirra til Íslands muni minnka um 17% í ár og þar með munu tekjur upp á hálfan milljarð danskra kr. eða um tæpa 11 milljarða kr. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni business.dk segir að fyrir utan tapið í útflutningnum megi svo nefna minnkandi umsvif danskra fyrirtækja á Íslandi. Hið stærsta þeirra er Ístak sem er í eigu verktakafyrirtækisins Phil og Sön. Þar á bæ reikna menn með að umsvifin á Íslandi muni dragast saman um hálfan milljarð kr. sökum kreppunnar. Sú tala er ekki inn í töpuðum útflutningstekjum þar sem Ístak er skráð á Íslandi. Rætt er við Sören Langvad forstjóra Phil og Sön um málið sem segir að rekstur Ístak sé um 15% af heildarveltu fyrirtækisins. Og að áætlað sé að veltan á Íslandi muni minnka um helming í ár. "Við vonum að við getum boðið íslenskum starfsmönnum okkar vinnu í staðinn í einhverjum af þeim tuttugu löndum sem við störfum í," segir Langvad. "En ef starfsmennirnir geta ekki af einhverjum ástæðum flutt frá Íslandi er ekki mikið sem við getum gert." Einnig er rætt við Claus Winther markaðsstjóra Idealcombi, sem framleiðir glugga og fleira og hefur flutt töluvert af vörum til Íslands. Winther segir að þeir telji sig heppna ef útflutningur þeirra til Íslands minnki ekki um meir en 70% í ár miðað við árið í fyrra. Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Danskt efnahagslíf finnur verulega fyrir fjármálakeppunni á Íslandi. Danir telja að útflutningur þeirra til Íslands muni minnka um 17% í ár og þar með munu tekjur upp á hálfan milljarð danskra kr. eða um tæpa 11 milljarða kr. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni business.dk segir að fyrir utan tapið í útflutningnum megi svo nefna minnkandi umsvif danskra fyrirtækja á Íslandi. Hið stærsta þeirra er Ístak sem er í eigu verktakafyrirtækisins Phil og Sön. Þar á bæ reikna menn með að umsvifin á Íslandi muni dragast saman um hálfan milljarð kr. sökum kreppunnar. Sú tala er ekki inn í töpuðum útflutningstekjum þar sem Ístak er skráð á Íslandi. Rætt er við Sören Langvad forstjóra Phil og Sön um málið sem segir að rekstur Ístak sé um 15% af heildarveltu fyrirtækisins. Og að áætlað sé að veltan á Íslandi muni minnka um helming í ár. "Við vonum að við getum boðið íslenskum starfsmönnum okkar vinnu í staðinn í einhverjum af þeim tuttugu löndum sem við störfum í," segir Langvad. "En ef starfsmennirnir geta ekki af einhverjum ástæðum flutt frá Íslandi er ekki mikið sem við getum gert." Einnig er rætt við Claus Winther markaðsstjóra Idealcombi, sem framleiðir glugga og fleira og hefur flutt töluvert af vörum til Íslands. Winther segir að þeir telji sig heppna ef útflutningur þeirra til Íslands minnki ekki um meir en 70% í ár miðað við árið í fyrra.
Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira