Glitnir skóp fyrsta tap hjá Eksportfinans í 47 ár 25. febrúar 2009 09:10 Norska fjármálafyrirtækið Eksportfinans skilaði tapi á síðasta ári, hinu fyrsta í 47 ár eða síðan 1962 er fyrirtækið var stofnað. Gjaldþrot Glitnis er orsök tapsins sem hljóðar upp á 508 milljónir norskra kr. eða vel yfir 9 milljarða kr.. Fjallað er um málið á vefsíðunni e24.no.. Þar kemru fram í máli Gisele Marchand forstjóra Eksportfinans að engar líkur séu á að fyrirtækið fái nokkuð upp í kröfur sínar á hendur Glitni. „Við erum í samningaviðræðum við íslensk stjórnvöld um málið en þær taka sinn tíma," segir Marchand. Eksportfinans lánar til útgerða og útflutningsfyrirtækja í Noregi. Tapið af gjaldþroti Glitnis er tilkomið vegna vegna lána á þeim vettvangi þar sem Glitnir var milliliður. Eins og fram kom í fréttum í vetur ætlaði Eksportfinans í mál við stjórnendur Glitnis þar sem upp kom að eitt af lánunum hafði verið greitt upp í Glitni en bankinn endurgreiddi það ekki til Eksportfinans heldur hélt áfram að borga afborganir og vexti eins og lánið hefði ekki verið gert upp. Glitnir bar tölvumistökum við og Eksportfinans hætti svo við málsóknina eftir loforð um að lánið yrði gert upp. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Norska fjármálafyrirtækið Eksportfinans skilaði tapi á síðasta ári, hinu fyrsta í 47 ár eða síðan 1962 er fyrirtækið var stofnað. Gjaldþrot Glitnis er orsök tapsins sem hljóðar upp á 508 milljónir norskra kr. eða vel yfir 9 milljarða kr.. Fjallað er um málið á vefsíðunni e24.no.. Þar kemru fram í máli Gisele Marchand forstjóra Eksportfinans að engar líkur séu á að fyrirtækið fái nokkuð upp í kröfur sínar á hendur Glitni. „Við erum í samningaviðræðum við íslensk stjórnvöld um málið en þær taka sinn tíma," segir Marchand. Eksportfinans lánar til útgerða og útflutningsfyrirtækja í Noregi. Tapið af gjaldþroti Glitnis er tilkomið vegna vegna lána á þeim vettvangi þar sem Glitnir var milliliður. Eins og fram kom í fréttum í vetur ætlaði Eksportfinans í mál við stjórnendur Glitnis þar sem upp kom að eitt af lánunum hafði verið greitt upp í Glitni en bankinn endurgreiddi það ekki til Eksportfinans heldur hélt áfram að borga afborganir og vexti eins og lánið hefði ekki verið gert upp. Glitnir bar tölvumistökum við og Eksportfinans hætti svo við málsóknina eftir loforð um að lánið yrði gert upp.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira